Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2019 20:00 Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári.
Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03