Landvernd, höldum staðreyndunum til haga! Ásgeir Margeirsson skrifar 10. júlí 2019 08:15 Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun