Segir Hegningarhúsið frátekið fyrir lögmenn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2019 06:30 Margir hafa augastað á Níunni enda á frábærum stað. Fréttablaðið/Stefán „Við myndum auðvitað vilja vera með okkar aðstöðu í þessu húsi og teljum okkur eiga meira tilkall til þess en lögmenn enda húsið byggt yfir okkur, svona þannig lagað,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Unnið er að viðhaldi hússins eins og Fréttablaðið greindi frá í vor en ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í því til framtíðar. „Þegar ég lýsti áhuga félagsins á að fá aðstöðu fyrir fanga og fyrrverandi fanga í húsinu, var mér tjáð að húsið væri frátekið fyrir Lögmannafélagið,“ segir Guðmundur og segir málið hafa komið til umræðu í kerfinu fyrir stuttu þar sem var verið að ræða fangelsismál. Afstaða hefur leigt húsnæði fyrir starfsemina í Ártúnshöfða en þar er fyrirhugað að vera með skrifstofuaðstöðu félagsins, móttökumiðstöð fyrir aðstandendur og neyðargistiúrræði fyrir þá sem lokið hafa afplánun en þurfa tíma til að aðlagast samfélaginu og fóta sig á eigin spýtur. „Það væri frábært fyrir okkar félag að vera meira miðsvæðis og geta boðið skjólstæðingum okkar þjónustu þar sem þeir eru. Og við byggðum þetta hús yfir okkur sjálfir, í sögulegu ljósi allavega og því eigum við auðvitað meira tilkall til þess en nokkur annar þjóðfélagshópur,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að félagið myndi alls ekki þurfa allt húsið. „Ég efast ég ekki um að samskipti okkar við lögmenn yrðu góð á níunni hér eftir sem hingað til,“ segir Guðmundur og vísar til sambands verjenda við fanga um árabil í húsinu. „Draumurinn væri sá að þarna yrði ákveðin „regnhlíf“ þar sem margir aðilar sem tengjast fangelsismálum myndu mynda hóp þar sem unnið væri að betrunarstefnu og úrræðum í fangelsismálum. Ég sé fyrir mér aðkomu Afstöðu, Fangelsismálastofnunar, Sambands sveitarfélaga, Rauða krossins, Hjálpræðishersins, lögreglunnar, Lögmannafélagsins, Geðhjálpar, Stígamóta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta held ég að myndi aðstoða okkur við að komast inn í nútímann í fangelsismálum, sáttamiðlunum og skaðaminnkunum, þar sem unnið væri með dómþola, aðstandendur og brotaþola,“ segir Guðmundur og leggur áherslu gildi fræðslu og samvinnu. Óvissa hefur ríkt um framtíð hússins síðan starfseminni var hætt þar sumarið 2016. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að það kosti 300 milljónir að gera húsið upp að utan. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er áætlað að kostnaður við að innrétta húsið fyrir nýja starfsemi sé ekki undir einum milljarði króna. Ráðuneytið hefur ekki enn viljað svara því hvers kyns starfsemi það yrði og því óljóst hver muni bera kostnaðinn. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, ekki kannast við neitt vilyrði eða nein skilaboð frá stjórnvöldum varðandi húsið. Hún segir félagið hafa sýnt áhuga í tíð fyrri formanns, Reimars Péturssonar. „Það hefur ekkert verið rætt um þetta síðastliðið ár, ekki síðan ég kom þarna inn.“ segir Berglind en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Sjá meira
„Við myndum auðvitað vilja vera með okkar aðstöðu í þessu húsi og teljum okkur eiga meira tilkall til þess en lögmenn enda húsið byggt yfir okkur, svona þannig lagað,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Unnið er að viðhaldi hússins eins og Fréttablaðið greindi frá í vor en ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í því til framtíðar. „Þegar ég lýsti áhuga félagsins á að fá aðstöðu fyrir fanga og fyrrverandi fanga í húsinu, var mér tjáð að húsið væri frátekið fyrir Lögmannafélagið,“ segir Guðmundur og segir málið hafa komið til umræðu í kerfinu fyrir stuttu þar sem var verið að ræða fangelsismál. Afstaða hefur leigt húsnæði fyrir starfsemina í Ártúnshöfða en þar er fyrirhugað að vera með skrifstofuaðstöðu félagsins, móttökumiðstöð fyrir aðstandendur og neyðargistiúrræði fyrir þá sem lokið hafa afplánun en þurfa tíma til að aðlagast samfélaginu og fóta sig á eigin spýtur. „Það væri frábært fyrir okkar félag að vera meira miðsvæðis og geta boðið skjólstæðingum okkar þjónustu þar sem þeir eru. Og við byggðum þetta hús yfir okkur sjálfir, í sögulegu ljósi allavega og því eigum við auðvitað meira tilkall til þess en nokkur annar þjóðfélagshópur,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að félagið myndi alls ekki þurfa allt húsið. „Ég efast ég ekki um að samskipti okkar við lögmenn yrðu góð á níunni hér eftir sem hingað til,“ segir Guðmundur og vísar til sambands verjenda við fanga um árabil í húsinu. „Draumurinn væri sá að þarna yrði ákveðin „regnhlíf“ þar sem margir aðilar sem tengjast fangelsismálum myndu mynda hóp þar sem unnið væri að betrunarstefnu og úrræðum í fangelsismálum. Ég sé fyrir mér aðkomu Afstöðu, Fangelsismálastofnunar, Sambands sveitarfélaga, Rauða krossins, Hjálpræðishersins, lögreglunnar, Lögmannafélagsins, Geðhjálpar, Stígamóta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta held ég að myndi aðstoða okkur við að komast inn í nútímann í fangelsismálum, sáttamiðlunum og skaðaminnkunum, þar sem unnið væri með dómþola, aðstandendur og brotaþola,“ segir Guðmundur og leggur áherslu gildi fræðslu og samvinnu. Óvissa hefur ríkt um framtíð hússins síðan starfseminni var hætt þar sumarið 2016. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að það kosti 300 milljónir að gera húsið upp að utan. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er áætlað að kostnaður við að innrétta húsið fyrir nýja starfsemi sé ekki undir einum milljarði króna. Ráðuneytið hefur ekki enn viljað svara því hvers kyns starfsemi það yrði og því óljóst hver muni bera kostnaðinn. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, ekki kannast við neitt vilyrði eða nein skilaboð frá stjórnvöldum varðandi húsið. Hún segir félagið hafa sýnt áhuga í tíð fyrri formanns, Reimars Péturssonar. „Það hefur ekkert verið rætt um þetta síðastliðið ár, ekki síðan ég kom þarna inn.“ segir Berglind en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Sjá meira