Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Ari Brynjólfsson skrifar 11. júlí 2019 07:07 Hleðslustöðvar eru liður í að vera í fararbroddi þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. Fréttablaðið/Valli Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa um hleðslustöðvar. Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hleðslu ehf., einnig þekkt sem Hlaða, er skráður sem eigandi að fimmtán prósentum í fyrirtækinu. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem er að stærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar, sér um að reka og þjónusta hleðslustöðvar við þjóðvegi landsins ásamt því að veita ráðgjöf bæði á sviði hleðslulausna fyrir fyrirtæki og fjölbýlishús. Hleðsla ehf. er seljandi hleðslustöðva og hefur sett upp stöðvar fyrir fyrirtæki og býður þjónustu til að rafvæða bílastæði fjölbýlishúsa. „Það er rétt að ég er framkvæmdastjóri Hlöðu og ég vinn sem verktaki hjá Orku náttúrunnar, sem tæknistjóri hleðslustöðva. Ég kem ekkert nálægt nýjum málum, nýjum uppsetningum eða slíku, nema þá í tæknilegum hluta að klára þau mál. Ég kem ekki nálægt innkaupum. Ég hef heldur aldrei talað um búnað,“ segir Ólafur Davíð. Vegir Hlaða og ON hafa legið saman nokkrum sinnum á undanförnum vikum. Á fræðslufundi hjá bílaumboði í maí var auglýst að þar væru sérfræðingar frá bæði ON og Hlöðu, á sama fundi undirritaði Ólafur Davíð samstarfssamning við umboðið fyrir hönd ON. Ólafur Davíð var titlaður tæknistjóri hlaða hjá ON, því var breytt fyrir skömmu yfir í ráðgjafi í hlöðum á einstaklingsmarkaði. Keppinautar Hleðslu sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það skjóti mjög skökku við að framkvæmdastjóri og eigandi keppinautar starfi einnig hjá opinberu fyrirtæki sem veiti ráðgjöf og vinni við uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Ólafur Davíð segir að hann hafi aldrei misnotað aðstöðu sína í störfum fyrir ON, en hann hefur starfað þar síðustu þrjá mánuði. Það hafi verið ON sem leitaði til hans um að taka að sér þetta starf á meðan annar starfsmaður væri frá. Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Orkuveitan vissi af þessum hagsmunaárekstri og að kurr sé meðal annarra fyrirtækja vegna málsins. Ekki náðist í Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, við vinnslu fréttarinnar. ON hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu margar hleðslustöðvar fyrirtækið hafi keypt af Hleðslu ehf. Upplýsingafulltrúi ON sagði að það gæti tekið langan tíma að taka upplýsingarnar saman. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa um hleðslustöðvar. Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hleðslu ehf., einnig þekkt sem Hlaða, er skráður sem eigandi að fimmtán prósentum í fyrirtækinu. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem er að stærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar, sér um að reka og þjónusta hleðslustöðvar við þjóðvegi landsins ásamt því að veita ráðgjöf bæði á sviði hleðslulausna fyrir fyrirtæki og fjölbýlishús. Hleðsla ehf. er seljandi hleðslustöðva og hefur sett upp stöðvar fyrir fyrirtæki og býður þjónustu til að rafvæða bílastæði fjölbýlishúsa. „Það er rétt að ég er framkvæmdastjóri Hlöðu og ég vinn sem verktaki hjá Orku náttúrunnar, sem tæknistjóri hleðslustöðva. Ég kem ekkert nálægt nýjum málum, nýjum uppsetningum eða slíku, nema þá í tæknilegum hluta að klára þau mál. Ég kem ekki nálægt innkaupum. Ég hef heldur aldrei talað um búnað,“ segir Ólafur Davíð. Vegir Hlaða og ON hafa legið saman nokkrum sinnum á undanförnum vikum. Á fræðslufundi hjá bílaumboði í maí var auglýst að þar væru sérfræðingar frá bæði ON og Hlöðu, á sama fundi undirritaði Ólafur Davíð samstarfssamning við umboðið fyrir hönd ON. Ólafur Davíð var titlaður tæknistjóri hlaða hjá ON, því var breytt fyrir skömmu yfir í ráðgjafi í hlöðum á einstaklingsmarkaði. Keppinautar Hleðslu sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það skjóti mjög skökku við að framkvæmdastjóri og eigandi keppinautar starfi einnig hjá opinberu fyrirtæki sem veiti ráðgjöf og vinni við uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Ólafur Davíð segir að hann hafi aldrei misnotað aðstöðu sína í störfum fyrir ON, en hann hefur starfað þar síðustu þrjá mánuði. Það hafi verið ON sem leitaði til hans um að taka að sér þetta starf á meðan annar starfsmaður væri frá. Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Orkuveitan vissi af þessum hagsmunaárekstri og að kurr sé meðal annarra fyrirtækja vegna málsins. Ekki náðist í Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, við vinnslu fréttarinnar. ON hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu margar hleðslustöðvar fyrirtækið hafi keypt af Hleðslu ehf. Upplýsingafulltrúi ON sagði að það gæti tekið langan tíma að taka upplýsingarnar saman.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira