Að taka erfiðar ákvarðanir án þess að selja sál sína Kristín Völundardóttir skrifar 12. júlí 2019 10:45 Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Í þeim tilgangi hefur löggjafinn sett stofnuninni og starfsfólki hennar reglur til þess að meta þörfina í hverju og einu máli. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur stofnunin veitt 111 einstaklingum vernd hér á Íslandi þar sem þeir voru taldir þurfa á vernd að halda. Á sama tíma var 118 einstaklingum synjað um vernd, 99 fengu ákvörðun um endursendingu til annars aðildarríkis Dyflinnarsamstarfsins og 88 var synjað um efnislega meðferð þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Alls hafa svo 84 einstaklingar dregið umsóknir sínar til baka. Einstaklingar sem sækja um vernd hér á landi eru eins misjafnir og þeir eru margir. Auðvelt er að finna til meiri samúðar með sumum en öðrum og stundum er það þannig að þeir sem vekja minnsta samúð eru þeir sem þurfa mest á verndinni að halda. Mikil áhersla er lögð á það hjá Útlendingastofnun að öll mál séu unnin af hlutleysi svo að skoðanir og tilfinningar starfsmanna eða samfélagsins hafi ekki ósanngjörn áhrif á niðurstöður og þörfin á vernd sé metin á grundvelli staðreynda. Samúð og getan til þess að setja sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar hvers opinbers starfsmanns en á sama tíma þurfa allar ákvarðanir sem teknar eru að gæta jafnræðis og þjóna þeim tilgangi sem löggjafinn mælir fyrir um. Í tilfelli Útlendingastofnunar er sá tilgangur skýr: að veita vernd þeim sem hana þurfa. Hvorki Útlendingastofnun né nokkur starfsmaður hennar er hafinn yfir gagnrýni en sálir starfsmanna eða vilji þeirra til þess að taka ákvarðanir byggðar á þörf þeirra sem í hlut eiga verða ekki seld – hvorki fyrir gott staffapartí né velþóknun pistlahöfunda.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sálin seld fyrir góð staffapartí Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? 12. júlí 2019 07:00 Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Í þeim tilgangi hefur löggjafinn sett stofnuninni og starfsfólki hennar reglur til þess að meta þörfina í hverju og einu máli. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur stofnunin veitt 111 einstaklingum vernd hér á Íslandi þar sem þeir voru taldir þurfa á vernd að halda. Á sama tíma var 118 einstaklingum synjað um vernd, 99 fengu ákvörðun um endursendingu til annars aðildarríkis Dyflinnarsamstarfsins og 88 var synjað um efnislega meðferð þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Alls hafa svo 84 einstaklingar dregið umsóknir sínar til baka. Einstaklingar sem sækja um vernd hér á landi eru eins misjafnir og þeir eru margir. Auðvelt er að finna til meiri samúðar með sumum en öðrum og stundum er það þannig að þeir sem vekja minnsta samúð eru þeir sem þurfa mest á verndinni að halda. Mikil áhersla er lögð á það hjá Útlendingastofnun að öll mál séu unnin af hlutleysi svo að skoðanir og tilfinningar starfsmanna eða samfélagsins hafi ekki ósanngjörn áhrif á niðurstöður og þörfin á vernd sé metin á grundvelli staðreynda. Samúð og getan til þess að setja sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar hvers opinbers starfsmanns en á sama tíma þurfa allar ákvarðanir sem teknar eru að gæta jafnræðis og þjóna þeim tilgangi sem löggjafinn mælir fyrir um. Í tilfelli Útlendingastofnunar er sá tilgangur skýr: að veita vernd þeim sem hana þurfa. Hvorki Útlendingastofnun né nokkur starfsmaður hennar er hafinn yfir gagnrýni en sálir starfsmanna eða vilji þeirra til þess að taka ákvarðanir byggðar á þörf þeirra sem í hlut eiga verða ekki seld – hvorki fyrir gott staffapartí né velþóknun pistlahöfunda.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Sálin seld fyrir góð staffapartí Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? 12. júlí 2019 07:00
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun