Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 23:04 E Jean Carroll segir Donald Trump hafa nauðgað henni um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira