Rúmlega hundrað ára í hringferð um landið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:30 Anthon Geisler og frændi hans Hugo á ferðalagi. Fréttablaðið/Sigtryggur „Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira