Dúkkaði upp rammvillt eftir 20 kílómetra göngu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:02 Frá Landmannalaugum. Samferðafólk konunnar safnaðist þar saman í gær og tók eftir því að hana vantaði. Viktor Einar Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna ferðamanns í sjálfheldu á gönguleiðinni inn með Hafrafelli við Svínafellsjökul. Maðurinn sem er á sjötugsaldri hafði farið út af gönguleiðinni og niður nokkurn bratta og hrasaði þar í skriðum og féll nokkra metra. Hann sat fastur á neðstu syllunni rétt fyrir ofan lónið við Svínafellsjökul. Björgunarsveitafólk úr Öræfum fór á staðinn og þurfti að síga niður til mannsins til að koma honum upp á öruggan hátt. Hann hafði fengið grjót í sig og slasast á höfði. Manninum var komið upp skriðurnar aftur á gönguleiðina og fylgt að sjúkrabíl, þar sem sjúkraflutningamenn hlúðu að sárum hans.Kona viðskila við gönguhóp á Fjallabaki Erlend göngukona varð viðskila við samferðafólk sitt á Fjallabaki eftir að hafa verið á göngu bróðurpart dagsins. Hún hafði ekki skilað sér þegar hópurinn safnaðist saman við rútu í Landmannalaugum seinni partinn í dag. Björgunarsveitarfólk á hálendisvakt fóru að grennslast fyrir um konuna og leitaði hennar og vísbendinga um ferðir hennar víða um svæðið. Um klukkan sjö, þegar byrjað var að skipuleggja næstu skref leitaraðgerða þá skilaði hún sér sjálf í skálann við Álftavatn. Þá kom í ljós að hún hafði verið rammvillt og hafði gengið rúma 20 kílómetra, hún var ómeidd en svöng og þreytt. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana við að komast til móts við samferðafólk sitt. Kona féll af hestbaki á Króksleið Á svipuðum tíma og göngukonan skilaði sér við Álftavatn barst útkall til björgunarsveita á Suðurlandi vegna konu sem fallið hafði af hestbaki á Króksleið rétt neðan Þverárbotna. Hún var á leiðinni af Fljótshlíðarafrétti yfir á Rangárvallaafrétt. Björgunarsveitafólk kom á staðinn og hlúði að henni og stuttu seinna komu sjúkraflutningamenn í samfloti við björgunarsveit. Ákveðið var að flytja konuna með björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Á meðan þessi verkefni voru í gangi voru tvær konur fastar í bíl á eyri í ánni Syðri ófæru og komust ekki í land. Þær biðu eftir hálendisvaktarhópi. Björgunarsveitir Hornafjörður Rangárþing ytra Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna ferðamanns í sjálfheldu á gönguleiðinni inn með Hafrafelli við Svínafellsjökul. Maðurinn sem er á sjötugsaldri hafði farið út af gönguleiðinni og niður nokkurn bratta og hrasaði þar í skriðum og féll nokkra metra. Hann sat fastur á neðstu syllunni rétt fyrir ofan lónið við Svínafellsjökul. Björgunarsveitafólk úr Öræfum fór á staðinn og þurfti að síga niður til mannsins til að koma honum upp á öruggan hátt. Hann hafði fengið grjót í sig og slasast á höfði. Manninum var komið upp skriðurnar aftur á gönguleiðina og fylgt að sjúkrabíl, þar sem sjúkraflutningamenn hlúðu að sárum hans.Kona viðskila við gönguhóp á Fjallabaki Erlend göngukona varð viðskila við samferðafólk sitt á Fjallabaki eftir að hafa verið á göngu bróðurpart dagsins. Hún hafði ekki skilað sér þegar hópurinn safnaðist saman við rútu í Landmannalaugum seinni partinn í dag. Björgunarsveitarfólk á hálendisvakt fóru að grennslast fyrir um konuna og leitaði hennar og vísbendinga um ferðir hennar víða um svæðið. Um klukkan sjö, þegar byrjað var að skipuleggja næstu skref leitaraðgerða þá skilaði hún sér sjálf í skálann við Álftavatn. Þá kom í ljós að hún hafði verið rammvillt og hafði gengið rúma 20 kílómetra, hún var ómeidd en svöng og þreytt. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana við að komast til móts við samferðafólk sitt. Kona féll af hestbaki á Króksleið Á svipuðum tíma og göngukonan skilaði sér við Álftavatn barst útkall til björgunarsveita á Suðurlandi vegna konu sem fallið hafði af hestbaki á Króksleið rétt neðan Þverárbotna. Hún var á leiðinni af Fljótshlíðarafrétti yfir á Rangárvallaafrétt. Björgunarsveitafólk kom á staðinn og hlúði að henni og stuttu seinna komu sjúkraflutningamenn í samfloti við björgunarsveit. Ákveðið var að flytja konuna með björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Á meðan þessi verkefni voru í gangi voru tvær konur fastar í bíl á eyri í ánni Syðri ófæru og komust ekki í land. Þær biðu eftir hálendisvaktarhópi.
Björgunarsveitir Hornafjörður Rangárþing ytra Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira