Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:59 Frá Laugavegshlaupi fyrri ára. Mynd/Ólafur Þórisson og Frank Tschöpe Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér. Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér.
Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira