Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2019 22:16 Helgi Steinsson og dæturnar Jónína og Gunnþórunn á Syðri-Bægisá settust niður stutta stund með fréttamanni til að spjalla um heyskapinn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01