Ferðamönnum fækkað um 20% milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 12:13 Brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli fækkaði á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15% samkvæmt tölum Isavia. Vísir/Vilhelm Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Í maímánuði voru gistinætur tæplega 700 þúsund talsins en það samsvarar um 10% samdrætti milli ára. Þetta kemur fram nýjum í skammtímahagvísum Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu sem birtust í dag. Fjöldi ferðamanna í maí var 173 þúsund og dróst fjöldinn saman um 17% frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 209 þúsund. Ferðamönnum til landsins hefur fækkað um 20% sé heildarfjöldi ferðamanna sem heimsótti Ísland á öðrum ársfjórðungi borinn saman við sama tímabil í fyrra, úr 488 þúsund 2018 niður í 390 þúsund árið 2019. Gistinætur í maí voru 690 þúsund sé litið til allra tegunda gistinátta en í sama mánuði í fyrra voru þær 767 þúsund. Það er um 10% samdráttur á milli ára. Mestur var samdrátturinn í gistinóttum sem miðlað er í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða um 29%. Gistinætur á hótelum drógust einnig saman en þó einungis um 3%. Á sama tíma lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu úr 58% niður í 56% en framboð hótelherbergja jókst um 13% að því er skammtímahagvísarnir gefa til kynna. Þá fækkaði brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Samkvæmt tölum Isavia fækkaði skiptifarþegum um 43% á sama tímabili. Á öðrum ársfjórðungi hefur skiptifarþegum fækkað um 48% á milli ára, úr tæplega 560 þúsund skiptifarþegum árið 2018 niður í 290 þúsund árið 2019. Nánar má lesa um skammtímahagvísa á vef Hagstofunnar. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Í maímánuði voru gistinætur tæplega 700 þúsund talsins en það samsvarar um 10% samdrætti milli ára. Þetta kemur fram nýjum í skammtímahagvísum Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu sem birtust í dag. Fjöldi ferðamanna í maí var 173 þúsund og dróst fjöldinn saman um 17% frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 209 þúsund. Ferðamönnum til landsins hefur fækkað um 20% sé heildarfjöldi ferðamanna sem heimsótti Ísland á öðrum ársfjórðungi borinn saman við sama tímabil í fyrra, úr 488 þúsund 2018 niður í 390 þúsund árið 2019. Gistinætur í maí voru 690 þúsund sé litið til allra tegunda gistinátta en í sama mánuði í fyrra voru þær 767 þúsund. Það er um 10% samdráttur á milli ára. Mestur var samdrátturinn í gistinóttum sem miðlað er í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða um 29%. Gistinætur á hótelum drógust einnig saman en þó einungis um 3%. Á sama tíma lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu úr 58% niður í 56% en framboð hótelherbergja jókst um 13% að því er skammtímahagvísarnir gefa til kynna. Þá fækkaði brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Samkvæmt tölum Isavia fækkaði skiptifarþegum um 43% á sama tímabili. Á öðrum ársfjórðungi hefur skiptifarþegum fækkað um 48% á milli ára, úr tæplega 560 þúsund skiptifarþegum árið 2018 niður í 290 þúsund árið 2019. Nánar má lesa um skammtímahagvísa á vef Hagstofunnar.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira