Netanjahú varar við írönsku kjarnorkusprengjuregni í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 13:38 Netanjahú gremst það sem hann kallar friðkaup Evrópu við Íran. Vísir/EPA Tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran fer fyrir brjóstið á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem líkir þeim við friðkaup við Þýskaland nasismans í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Segir hann að Evrópusambandið átti sig mögulega ekki á hættunni sem því stafi af Íran fyrr en „íranskar kjarnorkusprengjur falla á evrópska fold“. Kjarnorkusamningurinn sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 er við það að fara út um þúfur. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa síðan sagst ætla að auðga úran meira en heimilt er samkvæmt samningum til þess að þrýsta á Evrópuríki að halda lífi í samningnum og tryggja viðskipti við Íran. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa fundað um örlög kjarnorkusamningsins í Brussel. Haft var eftir þeim í morgun að brot Írana á samningnum til þessa væru ekki veruleg. Netanjahú er ósáttur við afstöðu Evrópusambandsins í garð Írans. Í myndbandi sem hann sendi frá sér sagði hann hana minna sig á friðkaup Evrópu á 4. áratugnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Líka þá var einhver með höfuðið grafið í sandinum og sá ekki hættuna sem steðjaði að. Svo virðist sem að það séu einhverjir í Evrópu sem munu ekki vakna fyrr en írönsk kjarnorkuskeyti falla á evrópska fold og þá verður það að sjálfsögðu of seint,“ sagði ísraelski forsætisráðherrann. Ísraelsk stjórnvöld hafa frá upphafi fundið kjarnorkusamningnum flest til foráttu. Íranir og Ísraelar hafa enda lengið elda grátt silfur saman. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilverurétt Ísraels og hafa hótað ríkinu gereyðingu. Evrópusambandið Íran Ísrael Tengdar fréttir Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran fer fyrir brjóstið á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem líkir þeim við friðkaup við Þýskaland nasismans í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Segir hann að Evrópusambandið átti sig mögulega ekki á hættunni sem því stafi af Íran fyrr en „íranskar kjarnorkusprengjur falla á evrópska fold“. Kjarnorkusamningurinn sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 er við það að fara út um þúfur. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa síðan sagst ætla að auðga úran meira en heimilt er samkvæmt samningum til þess að þrýsta á Evrópuríki að halda lífi í samningnum og tryggja viðskipti við Íran. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa fundað um örlög kjarnorkusamningsins í Brussel. Haft var eftir þeim í morgun að brot Írana á samningnum til þessa væru ekki veruleg. Netanjahú er ósáttur við afstöðu Evrópusambandsins í garð Írans. Í myndbandi sem hann sendi frá sér sagði hann hana minna sig á friðkaup Evrópu á 4. áratugnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Líka þá var einhver með höfuðið grafið í sandinum og sá ekki hættuna sem steðjaði að. Svo virðist sem að það séu einhverjir í Evrópu sem munu ekki vakna fyrr en írönsk kjarnorkuskeyti falla á evrópska fold og þá verður það að sjálfsögðu of seint,“ sagði ísraelski forsætisráðherrann. Ísraelsk stjórnvöld hafa frá upphafi fundið kjarnorkusamningnum flest til foráttu. Íranir og Ísraelar hafa enda lengið elda grátt silfur saman. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilverurétt Ísraels og hafa hótað ríkinu gereyðingu.
Evrópusambandið Íran Ísrael Tengdar fréttir Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34