Leggjum grunn að næsta góðæri Brynjólfur Stefánsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun