Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 18:45 Airbus farþegaþota með skráningarnúmerið TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá lokum mars. vísir/vilhelm Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. ALC og Isavia hafa tekist á um Airbus þotu í eigu bandaríska félagsins frá gjaldþroti flugfélagsins WOW air fyrir rúmum þremur mánuðum. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna gjalda sem tengdust henni en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu fyrir hálfum mánuði eftir að Hæstiréttur hafði ómerkt hana og vísað aftur til Landsréttar.Flutningur þotunnar undirbúinn Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC geti fengið þotuna aftur þar sem félagið hafi greitt kröfur vegna hennar til Isavia. „Það er ánægjulegt að það var fallist á ítrustu kröfur ALC í málinu, bæði um að aðför megi fara fram, það er að ALC geti fengið þotuna sína aftur, en líka að réttaráhrifum úrskurðar um það verður ekki frestað. Þannig að það er ekki hægt að tefja málið áfram í kærum og áfrýjunum til æðri dóms,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Er þá komið upp kapphlaup við tímann um að þið náið að koma vélinni af landi brott áður en Isavia fer hugsanlega með málið fyrir Landsrétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. En það hefur legið fyrir frá upphafi að ALC vill koma vélinni burt og í vinnu annars staðar sem allra fyrst,“ segir Oddur. ALC undirbýr nú að koma vélinni frá Keflavíkurflugvelli. Það getur tekið nokkra daga að gera hana flughæfa á ný. Lögmaður félagsins segir tjón vegna málsins nema hátt í 200 milljónum króna. „Mér finnst meiri líkur en minni á því að niðurstaðan verði sú að sækja það tjón til Isavia,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Isavia telur heimildina skýra Isavia greip til þess ráðs strax í dag að kæra úrskurðinn til Landsréttar. „Við höfum litið á það að þetta kyrrsetningarúrræði sem hefur verið beitt áður að það sé skýrt. Þessi úrskurður frá í dag er í ósamræmi við þá umræðu sem varð í Landsrétti fyrir skömmu en við höfum talið þetta vera skýra heimild,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira