Hræðsluáróður Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Skýrsla frá Landsneti rataði í fréttir á dögunum en þar er varað við raforkuskorti hér á landi innan þriggja ára. Þetta er vitanlega allnokkur frétt sem vekur um leið margar spurningar. Ein er sú af hverju ekki hefur verið varað alvarlega við þessum skorti fyrr. Vitanlega er ekki hægt að ætlast til að Landsnetsmenn og aðrir í orkugeiranum búi yfir skyggnigáfu en ef svo mikil hætta er á orkuskorti hefði ekki mátt sjá hann fyrir svo miklu fyrr? Varla vöknuðu menn upp einn daginn og fengu vitrun frá æðri máttarvöldum um orkuskort á Íslandi innan örfárra ára og flýttu sér að koma þeim mikilvægu upplýsingum í skýrslu. Nú má reyndar vel vera að einhverjir í orkugeiranum þykist lengi hafa séð þessa þróun fyrir en þá má spyrja hvort þeir hinir sömu hafi upplýst stjórnvöld um þessa vitneskju sína á þeim tíma sem þeir áttuðu sig á ástandinu. Og ef þeir gerðu það, af hverju upplýstu stjórnvöld, fulltrúar almennings, ekki þjóð sína um yfirvofandi orkuskort? Af hverju er allt í einu núna farið að ræða um raforkuskort innan skamms tíma og jafnvel rætt fjálglega um skömmtun á rafmagni? Iðnaðarráðherra lætur teyma sig inn í þennan leik og segir stjórnvöld taka þessar nýjustu ábendingar úr orkugeiranum alvarlega. Stjórnvöld ættu einmitt að taka þeim með hæfilegri varúð, einhverjir gætu nefnilega verið að draga þau inn í áróðursstríð sem beinist gegn þeim einstaklingum sem vilja fara varlega í virkjanaáformum og vernda ómetanlegar náttúruperlur svo þær verði ekki virkjanaæði að bráð. Ýmsir fulltrúar orkugeirans og kónar þeirra sem vara við raforkuskorti kunna greinilega ýmislegt fyrir sér í áróðri. Þannig senda þeir skilaboð til almennings og tónninn er eitthvað á þessa leið: „Eruð þið tilbúin til að fórna hluta af þægilegum lífsstíl ykkar og vera án orku í þó nokkurn tíma vegna þess að til er fólk sem er án jarðsambands og vill ekki sjá virkjanir? Sjáið þið til dæmis lætin út af Hvalárvirkjun sem er mikið framfaramál, en í stað þess að átta sig á því jarmar þetta sama fólk út af einhverjum fossum sem á að þurrka upp í þágu atvinnuuppbyggingar.“ Vitaskuld sjá ekki allir gegnum þennan blygðunarlausa og ósvífna áróður og sumir ganga honum glaðir á hönd. Í þessu máli er því miður ekki hægt að treysta á dómgreind stjórnvalda. Einhver kynni að sjá vonarglætu í þeirri staðreynd að Vinstri græn leiða ríkisstjórn en því miður hefur samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn dregið mjög úr hugsjónakrafti þeirra. Meira að segja umhverfisráðherrann, sem er drengur góður, virðist ekki til stórræðanna þegar kemur að því að vernda náttúruna gegn virkjanasóðunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn virðast svo ekki hafa vott af áhuga á náttúruvernd og eru einmitt líklegir til að breiða út faðminn og móttaka áróður orkugeirans með gleði í hjarta, um leið og þeir kinka samþykkjandi kolli yfir enn frekari virkjanaáformum þar sem náttúruperlum er fórnað eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla frá Landsneti rataði í fréttir á dögunum en þar er varað við raforkuskorti hér á landi innan þriggja ára. Þetta er vitanlega allnokkur frétt sem vekur um leið margar spurningar. Ein er sú af hverju ekki hefur verið varað alvarlega við þessum skorti fyrr. Vitanlega er ekki hægt að ætlast til að Landsnetsmenn og aðrir í orkugeiranum búi yfir skyggnigáfu en ef svo mikil hætta er á orkuskorti hefði ekki mátt sjá hann fyrir svo miklu fyrr? Varla vöknuðu menn upp einn daginn og fengu vitrun frá æðri máttarvöldum um orkuskort á Íslandi innan örfárra ára og flýttu sér að koma þeim mikilvægu upplýsingum í skýrslu. Nú má reyndar vel vera að einhverjir í orkugeiranum þykist lengi hafa séð þessa þróun fyrir en þá má spyrja hvort þeir hinir sömu hafi upplýst stjórnvöld um þessa vitneskju sína á þeim tíma sem þeir áttuðu sig á ástandinu. Og ef þeir gerðu það, af hverju upplýstu stjórnvöld, fulltrúar almennings, ekki þjóð sína um yfirvofandi orkuskort? Af hverju er allt í einu núna farið að ræða um raforkuskort innan skamms tíma og jafnvel rætt fjálglega um skömmtun á rafmagni? Iðnaðarráðherra lætur teyma sig inn í þennan leik og segir stjórnvöld taka þessar nýjustu ábendingar úr orkugeiranum alvarlega. Stjórnvöld ættu einmitt að taka þeim með hæfilegri varúð, einhverjir gætu nefnilega verið að draga þau inn í áróðursstríð sem beinist gegn þeim einstaklingum sem vilja fara varlega í virkjanaáformum og vernda ómetanlegar náttúruperlur svo þær verði ekki virkjanaæði að bráð. Ýmsir fulltrúar orkugeirans og kónar þeirra sem vara við raforkuskorti kunna greinilega ýmislegt fyrir sér í áróðri. Þannig senda þeir skilaboð til almennings og tónninn er eitthvað á þessa leið: „Eruð þið tilbúin til að fórna hluta af þægilegum lífsstíl ykkar og vera án orku í þó nokkurn tíma vegna þess að til er fólk sem er án jarðsambands og vill ekki sjá virkjanir? Sjáið þið til dæmis lætin út af Hvalárvirkjun sem er mikið framfaramál, en í stað þess að átta sig á því jarmar þetta sama fólk út af einhverjum fossum sem á að þurrka upp í þágu atvinnuuppbyggingar.“ Vitaskuld sjá ekki allir gegnum þennan blygðunarlausa og ósvífna áróður og sumir ganga honum glaðir á hönd. Í þessu máli er því miður ekki hægt að treysta á dómgreind stjórnvalda. Einhver kynni að sjá vonarglætu í þeirri staðreynd að Vinstri græn leiða ríkisstjórn en því miður hefur samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn dregið mjög úr hugsjónakrafti þeirra. Meira að segja umhverfisráðherrann, sem er drengur góður, virðist ekki til stórræðanna þegar kemur að því að vernda náttúruna gegn virkjanasóðunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn virðast svo ekki hafa vott af áhuga á náttúruvernd og eru einmitt líklegir til að breiða út faðminn og móttaka áróður orkugeirans með gleði í hjarta, um leið og þeir kinka samþykkjandi kolli yfir enn frekari virkjanaáformum þar sem náttúruperlum er fórnað eins og ekkert sé.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar