Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 17:30 Svæði við Hvalárósa. Mynd/Tómas Guðbjartsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15