Heilsufarshrun Guðrún Magnúsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Lífsstílstengdir sjúkdómar leiða til 86 prósenta allra dauðsfalla á Vesturlöndum. Rekja má um 70 til 80 prósent af öllum heilbrigðiskostnaði til þeirra. Rúmlega 60 prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd og fimmtungur þjóðarinnar glímir við offitu. 23 þúsund landsmanna eru með sykursýki og um 80.000 með hækkaðan blóðsykur. Meginorsökin er neysla orkuríkrar en næringarsnauðrar fæðu ásamt aukinni kyrrsetu. Tölurnar sýna að rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti. Fáir virðast tilbúnir til að horfast í augu við skuldadaga. Undanfarið hafa háværar raddir hagsmunaaðila í matvæla- og landbúnaðariðnaði mætt umræðu um sykurskatt harkalega. Háværustu mótrökin eru að inngripið teljist til forræðishyggju og frelsisskerðingar. Aðrir telja að niðurgreiðsla á hlaupaskóm gæti skilað sambærilegum árangri fyrir lýðheilsu. Hagsmunaaðilar hafa bent á að sykurskatturinn 2013 hafi ekki skilað árangri, en umrædd tilraun stóð ekki yfir nema í eitt og hálft ár sem er of skammur tími til að meta árangur. Þá var álagningin ekki nægilega há og verðbreytingin ekki áþreifanleg fyrir neytendur. Rannsóknir sýna að verðbreyting sem nemur 20 prósenta hækkun á matvæli geti dregið úr neyslu um sömu prósentu. Reynsla þeirra ríkja sem skattlagt hafa sykruð matvæli er að dregið hefur úr neyslunni. Skaðinn er skeður. Núverandi tillaga um sykurskatt er einfaldlega hluti af neyðarúrræðum stjórnvalda til að bregðast við heilsufarslegu gjaldþroti Íslendinga. Vandinn er stærri en kílóverðið á nammibarnum. Raunveruleikinn er sá að stór hluti þjóðarinnar ræður ekki við núverandi aðgengi að sykruðum og óæskilegum matvælum. Landsmenn hafa hingað til séð sjálfir um að skerða frelsi sitt með öfgafullri neyslu á óæskilegum matvælum með tilheyrandi höggi á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Sykurskatturinn einn og sér leysir ekki vandann en er einn hlekkur í hagkvæmri og skilvirkri pólitískri inngripakeðju sem horfir til langs tíma fremur en meðferð og meðhöndlun lífsstílstengdra sjúkdóma. Aðrir mikilvægir hlekkir í keðjunni eru betri merkingar á matvælum, fjármagn til fræðslu- og forvarnarstarfa ásamt bættu aðgengi að hollari matvælum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Lífsstílstengdir sjúkdómar leiða til 86 prósenta allra dauðsfalla á Vesturlöndum. Rekja má um 70 til 80 prósent af öllum heilbrigðiskostnaði til þeirra. Rúmlega 60 prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd og fimmtungur þjóðarinnar glímir við offitu. 23 þúsund landsmanna eru með sykursýki og um 80.000 með hækkaðan blóðsykur. Meginorsökin er neysla orkuríkrar en næringarsnauðrar fæðu ásamt aukinni kyrrsetu. Tölurnar sýna að rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti. Fáir virðast tilbúnir til að horfast í augu við skuldadaga. Undanfarið hafa háværar raddir hagsmunaaðila í matvæla- og landbúnaðariðnaði mætt umræðu um sykurskatt harkalega. Háværustu mótrökin eru að inngripið teljist til forræðishyggju og frelsisskerðingar. Aðrir telja að niðurgreiðsla á hlaupaskóm gæti skilað sambærilegum árangri fyrir lýðheilsu. Hagsmunaaðilar hafa bent á að sykurskatturinn 2013 hafi ekki skilað árangri, en umrædd tilraun stóð ekki yfir nema í eitt og hálft ár sem er of skammur tími til að meta árangur. Þá var álagningin ekki nægilega há og verðbreytingin ekki áþreifanleg fyrir neytendur. Rannsóknir sýna að verðbreyting sem nemur 20 prósenta hækkun á matvæli geti dregið úr neyslu um sömu prósentu. Reynsla þeirra ríkja sem skattlagt hafa sykruð matvæli er að dregið hefur úr neyslunni. Skaðinn er skeður. Núverandi tillaga um sykurskatt er einfaldlega hluti af neyðarúrræðum stjórnvalda til að bregðast við heilsufarslegu gjaldþroti Íslendinga. Vandinn er stærri en kílóverðið á nammibarnum. Raunveruleikinn er sá að stór hluti þjóðarinnar ræður ekki við núverandi aðgengi að sykruðum og óæskilegum matvælum. Landsmenn hafa hingað til séð sjálfir um að skerða frelsi sitt með öfgafullri neyslu á óæskilegum matvælum með tilheyrandi höggi á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Sykurskatturinn einn og sér leysir ekki vandann en er einn hlekkur í hagkvæmri og skilvirkri pólitískri inngripakeðju sem horfir til langs tíma fremur en meðferð og meðhöndlun lífsstílstengdra sjúkdóma. Aðrir mikilvægir hlekkir í keðjunni eru betri merkingar á matvælum, fjármagn til fræðslu- og forvarnarstarfa ásamt bættu aðgengi að hollari matvælum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar