Fjögur börn veik eftir E. coli smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2019 12:00 Málið kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Vísir/vilhelm Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira