Telja eldinn hafa komið upp í rafhlöðurými kafbátsins Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 12:39 Pútín forseti í Severomorsk-flotastöðinni í Múrmansk árið 2014. Kafbáturinn er sagður kominn þangað. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld segja að eldurinn sem varð fjórtán mönnum úr áhöfn kafbáts að bana á mánudag hafi komið upp í rafhlöðurými um borð. Þau hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn en fullyrða að kjarnaofninn hafi ekki komist í tæri við eldinn. Takmarkaðar upplýsingar hafa verið gefnar upp um kafbátinn og áhöfnina sem fórst. Eldurinn kom upp á mánudag en rússnesk stjórnvöld opinberuðu ekki um að sjóliðar hefðu látið lífið fyrr en daginn eftir. Margir úr áhöfninni létust af völdum eiturgufa frá eldinum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að kafbáturinn hafi verið háleynilegur herkafbátur. Báturinn er kominn til hafnar í Severomorsk, bækistöðvum rússneska flotans í norðurhöfum í Múrmansk. Ekki hefur verið greint frá nafni hans. „Kjarnorkueiningin um borð í bátnum var einangruð að fullu og enginn er í þeim hluta. Áhöfnin greip til allra nauðsynlegra ráðstafana til að verja eininguna og hún er fyllilega í starfhæfu ástandi. Þetta fær okkur til að vona að hægt verði að koma bátnum aftur í þjónustu innan skamms,“ sagði Shoigu við Vladímír Pútín forseta, að sögn stjórnvalda í Kreml. Áhöfnin hefur nú verið nafngreind en margir úr henni höfðu háa tign í sjóhernum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjóliðarnir voru allir frá Peterhof við Pétursborg. Einhverjir úr áhöfninni eru sagðir hafa lifað af. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hversu margir. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að kafbáturinn hafi verið af gerðinni AS-31 sem gjarnan er nefndur „Losharik“. Þeir geta kafað niður á um sex kílómetra dýpi. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að kafbáturinn hafi verið við rannsóknir á sjávarbotninum í Barentshafi innan efnahagslögsögu Rússlands. Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Rússnesk yfirvöld segja að eldurinn sem varð fjórtán mönnum úr áhöfn kafbáts að bana á mánudag hafi komið upp í rafhlöðurými um borð. Þau hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn en fullyrða að kjarnaofninn hafi ekki komist í tæri við eldinn. Takmarkaðar upplýsingar hafa verið gefnar upp um kafbátinn og áhöfnina sem fórst. Eldurinn kom upp á mánudag en rússnesk stjórnvöld opinberuðu ekki um að sjóliðar hefðu látið lífið fyrr en daginn eftir. Margir úr áhöfninni létust af völdum eiturgufa frá eldinum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að kafbáturinn hafi verið háleynilegur herkafbátur. Báturinn er kominn til hafnar í Severomorsk, bækistöðvum rússneska flotans í norðurhöfum í Múrmansk. Ekki hefur verið greint frá nafni hans. „Kjarnorkueiningin um borð í bátnum var einangruð að fullu og enginn er í þeim hluta. Áhöfnin greip til allra nauðsynlegra ráðstafana til að verja eininguna og hún er fyllilega í starfhæfu ástandi. Þetta fær okkur til að vona að hægt verði að koma bátnum aftur í þjónustu innan skamms,“ sagði Shoigu við Vladímír Pútín forseta, að sögn stjórnvalda í Kreml. Áhöfnin hefur nú verið nafngreind en margir úr henni höfðu háa tign í sjóhernum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjóliðarnir voru allir frá Peterhof við Pétursborg. Einhverjir úr áhöfninni eru sagðir hafa lifað af. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hversu margir. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að kafbáturinn hafi verið af gerðinni AS-31 sem gjarnan er nefndur „Losharik“. Þeir geta kafað niður á um sex kílómetra dýpi. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að kafbáturinn hafi verið við rannsóknir á sjávarbotninum í Barentshafi innan efnahagslögsögu Rússlands.
Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49
Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33