Keppast um Íslandsmet og gull á hverju móti en eru bestu vinkonur Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2019 19:30 Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira