Segir að hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 12:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhjákvæmilegt að ráðast í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur. Hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bindur vonir við að ráðist verði í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur, Íslandsbanka og Landsbanka. „Ég held að það sé verkefni sem er óhjákvæmilegt að fara í. Ég geri mér vonir um að það verði hafist handa við sölu á eignarhlutum ríkisins fyrir lok þessa kjörtímabils. Það þýðir á næsta ári að öllum líkindum,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir verkefnið nauðsynlegt í ljósi breytinga á fjármálakerfinu. „Það er ekki skynsamlegt fyrir ríkið að binda fjármuni upp á 400 og eitthvað milljarða í fjármálakerfi allra síst á komandi árum. Við vitum að hér verða gríðarlegar breytingar á fjármálakerfinu og hugmyndir okkar um rekstur banka munu breytast hér verulega og það er ekki hlutverk ríkisins að taka þátt í því,“ sagði Óli Björn. Í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að ekki hægt að útloka að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. „Ég held að það séu viðvörunarorð sem menn eigi að hlusta á. Bjarni er ekki sá fyrsti sem vekur athygli á því að það er ekki sjálfgefið að verðmæti hlutabréfa ríkisins í bönkunum haldist eða hækki á komandi árum. Það eru líkur á því að það kunni að lækka, að minnsta kosti á meðan ríkið heldur um. Hins vegar geta einstaklingar og einstaklingar hafa sýnt það, ekki bara í bankakerfinu víða um heim, heldur líka bara í eignarhaldi á öðrum fyrirtækjum að þeim tekst betur að ávaxta sitt heldur en ríkið,“ sagði Óli Björn. Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhjákvæmilegt að ráðast í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur. Hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bindur vonir við að ráðist verði í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur, Íslandsbanka og Landsbanka. „Ég held að það sé verkefni sem er óhjákvæmilegt að fara í. Ég geri mér vonir um að það verði hafist handa við sölu á eignarhlutum ríkisins fyrir lok þessa kjörtímabils. Það þýðir á næsta ári að öllum líkindum,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir verkefnið nauðsynlegt í ljósi breytinga á fjármálakerfinu. „Það er ekki skynsamlegt fyrir ríkið að binda fjármuni upp á 400 og eitthvað milljarða í fjármálakerfi allra síst á komandi árum. Við vitum að hér verða gríðarlegar breytingar á fjármálakerfinu og hugmyndir okkar um rekstur banka munu breytast hér verulega og það er ekki hlutverk ríkisins að taka þátt í því,“ sagði Óli Björn. Í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að ekki hægt að útloka að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. „Ég held að það séu viðvörunarorð sem menn eigi að hlusta á. Bjarni er ekki sá fyrsti sem vekur athygli á því að það er ekki sjálfgefið að verðmæti hlutabréfa ríkisins í bönkunum haldist eða hækki á komandi árum. Það eru líkur á því að það kunni að lækka, að minnsta kosti á meðan ríkið heldur um. Hins vegar geta einstaklingar og einstaklingar hafa sýnt það, ekki bara í bankakerfinu víða um heim, heldur líka bara í eignarhaldi á öðrum fyrirtækjum að þeim tekst betur að ávaxta sitt heldur en ríkið,“ sagði Óli Björn.
Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira