Að minnsta kosti sjö bæjarhátíðir standa nú yfir um land allt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 20:30 Ein stærsta ferðahelgi ársins stendur nú yfir. Að minnsta kosti sjö bæjarhátíðir standa nú yfir um land allt og leikur veðrið við landsmenn. Fjölmargir kepptu í skógarhöggsgreinum í Heiðmörk. Fjölmargar bæjarhátíðir fara fram um land allt um helgina. Má þar nefna Ólafsvíkurvöku, Bryggjuhátíð á Stokkseyri, Dýrafjarðardaga á Þingeyri, Markaðshelgi í Bolungarvík, Þjóðhátíð á Siglufirði, Írska daga á Akranesi og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Stærstar eru þó bæjarhátíðarnar Írskir dagar á Akranesi og Goslokahátíðin í Eyjum. Veðrið leikur við gesti Vestmannaeyja sem fagna endalokum gossins í Heimaey frá 1973. Um ellefu þúsund manns voru á tónleikum sem fram fóru í Vestmannaeyjum í gær að sögn skipuleggjanda hátíðarinnar. Á goslokahátíðinni fagna Vestmannaeyjar því einnig að hundrað ára eru frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Fréttastofa náði einnig tali af skipuleggjanda Írskra daga á Akranesi sem sagði veðri leika bæjarbúa og gesti, en hápunktur hátíðarinnar er hið vinsæla lopapeysuball sem fram fer í kvöld. Að sögn skipuleggjanda hefur hátíðin gengið vel og átti hann erfitt með að leyna gleðinni sem ríkti á skaganum. Þá var margt um að vera í Reykjavík í dag. Margir kíktu á Skógarleikana sem fram fóru í Heiðmörk. Keppt var í skógarhöggsgreinum á borð við trjáklifur og bolahögg. Þá gafst gestum kostur á að læra að tálga, vinna skúlptúra úrtrjábolum og grilla súrdeigsbrauð á trjágrein yfir varðeldi.Sól og blíða var í Reykjavík í dagSIGURJÓN ÓLASON Ferðalög Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Ein stærsta ferðahelgi ársins stendur nú yfir. Að minnsta kosti sjö bæjarhátíðir standa nú yfir um land allt og leikur veðrið við landsmenn. Fjölmargir kepptu í skógarhöggsgreinum í Heiðmörk. Fjölmargar bæjarhátíðir fara fram um land allt um helgina. Má þar nefna Ólafsvíkurvöku, Bryggjuhátíð á Stokkseyri, Dýrafjarðardaga á Þingeyri, Markaðshelgi í Bolungarvík, Þjóðhátíð á Siglufirði, Írska daga á Akranesi og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Stærstar eru þó bæjarhátíðarnar Írskir dagar á Akranesi og Goslokahátíðin í Eyjum. Veðrið leikur við gesti Vestmannaeyja sem fagna endalokum gossins í Heimaey frá 1973. Um ellefu þúsund manns voru á tónleikum sem fram fóru í Vestmannaeyjum í gær að sögn skipuleggjanda hátíðarinnar. Á goslokahátíðinni fagna Vestmannaeyjar því einnig að hundrað ára eru frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Fréttastofa náði einnig tali af skipuleggjanda Írskra daga á Akranesi sem sagði veðri leika bæjarbúa og gesti, en hápunktur hátíðarinnar er hið vinsæla lopapeysuball sem fram fer í kvöld. Að sögn skipuleggjanda hefur hátíðin gengið vel og átti hann erfitt með að leyna gleðinni sem ríkti á skaganum. Þá var margt um að vera í Reykjavík í dag. Margir kíktu á Skógarleikana sem fram fóru í Heiðmörk. Keppt var í skógarhöggsgreinum á borð við trjáklifur og bolahögg. Þá gafst gestum kostur á að læra að tálga, vinna skúlptúra úrtrjábolum og grilla súrdeigsbrauð á trjágrein yfir varðeldi.Sól og blíða var í Reykjavík í dagSIGURJÓN ÓLASON
Ferðalög Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira