Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 13:08 Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun. Getty/Antonprado - Rick Friedman Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey í gær og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ákæran sem um ræðir er talin ná til meintra mansalsbrota á árunum 2002 og 2005, samkvæmt upplýsingum CNN. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins The Daily Beast innan lögreglunnar var Epstein handtekinn fyrir meint mansal á tugum ungmenna. Epstein, sem er 66 ára gamall og áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum, slapp við svipaða alríkiskæru á árunum 2007 og 2008 eftir að hafa náð umdeildu samkomulagi við alríkissaksóknara í Miami, Flórída. Samkomulagið fól í sér að Epstein gekkst við tveimur minni brotum á lögum Flórídaríkis og sat inni í þrettán mánuði. Í staðinn drógu saksóknarar alríkisákærur sínar til baka sem hefðu getað lengt fangelsisdóm hans. Samkomulagið er talið hafa leitt til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI stöðvaði rannsókn sína á meintum brotum Epstein. Á meðan fangelsisdvöl hans stóð var honum leyft að fara út sex daga vikunnar til þess að fá að vinna á skrifstofu sinni. Meira en áratugur er síðan Epstein komst fyrst í fjölmiðla vegna ásakana þess efnis að hann hafi borgað tugum stúlkna, allt niður í 14 til 15 ára aldur, fyrir að senda sér kynferðisleg skilaboð. Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01 Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey í gær og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ákæran sem um ræðir er talin ná til meintra mansalsbrota á árunum 2002 og 2005, samkvæmt upplýsingum CNN. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins The Daily Beast innan lögreglunnar var Epstein handtekinn fyrir meint mansal á tugum ungmenna. Epstein, sem er 66 ára gamall og áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum, slapp við svipaða alríkiskæru á árunum 2007 og 2008 eftir að hafa náð umdeildu samkomulagi við alríkissaksóknara í Miami, Flórída. Samkomulagið fól í sér að Epstein gekkst við tveimur minni brotum á lögum Flórídaríkis og sat inni í þrettán mánuði. Í staðinn drógu saksóknarar alríkisákærur sínar til baka sem hefðu getað lengt fangelsisdóm hans. Samkomulagið er talið hafa leitt til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI stöðvaði rannsókn sína á meintum brotum Epstein. Á meðan fangelsisdvöl hans stóð var honum leyft að fara út sex daga vikunnar til þess að fá að vinna á skrifstofu sinni. Meira en áratugur er síðan Epstein komst fyrst í fjölmiðla vegna ásakana þess efnis að hann hafi borgað tugum stúlkna, allt niður í 14 til 15 ára aldur, fyrir að senda sér kynferðisleg skilaboð. Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01 Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01
Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45
Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44