Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Jakob Bjarnar skrifar 8. júlí 2019 11:52 Maggi segist ætla að bjóða uppá heimilismat á sínum nýja stað. Kjötbollur, kótelettur í raspi, hakkabuff með lauk, eggi brúnni sósu, fiskibollur, rækjur, kartöflumús … bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. visir/vilhelm Meistarakokkurinn Maggi, Texas-Maggi eða Magnús Ingi Magnússon, er að opna nýjan veitingastað við Laugaveg 178. Sem er forvitnilegt. Maggi er líklega einn þekktasti kokkur og vert landsins eftir fræga sjónvarpsþætti sem hann var með á ÍNN. Og hann er hvergi smeykur þó víða barmi menn sér í veitingageiranum; þar sé rekstur erfiður í kjölfar þess að ferðamannastraumurinn er í rénun. Maggi kann skýringar á því hvers vegna komið hefur bakslag í veitingareksturinn. Hann segir græðgisvæðingu hafa skaðað bransann. „Fólk er búið að fá nóg. Það er búið að sprengja verðskalann. Þegar þú ert að kaupa þér pizzu fyrir 3500 krónur, fyrir einn mann, þá segir fólk stopp. Hingað og ekki lengra. Hráefnið kostar í mesta lagi 500 krónur, fer eftir álegginu! Menn eru að verðleggja sig út af kortinu.“Mömmumaturinn hans Magga Og það er einmitt til þess sem Maggi vill höfða með sínum nýja stað sem heitir Matbarinn, það er að segja hið gagnstæða: Að bjóða uppá rétti á viðráðanlegu verði. „Akkúrat sem ég segi. Djókverð. Það er rúm fyrir svona ódýran stað. Það þurfa allir að borða.“ Maggi er þaulvanur sjónvarpsmaður. Hann gerði yfir 400 þætti um matreiðslu og matarmenningu fyrir ÍNN. Hafði af því mikla ánægju en þeirri þáttagerð lauk þegar sú stöð fór á hausinn. En, það vefst ekki fyrir Magga, reynslunnar smið í dagskrárgerðinni, að gera sérstakt kynningarmyndband fyrir sjálfan sig. Eins og sjá má hér neðar. Meistarakokkurinn Maggi hvergi banginn skammar kollega sína í veitingageiranum og segir þá verða að verðleggja sig út af kortinu.visir/vilhelmMaggi opnaði í gær til reynslu. Hann ætlar að bjóða upp á heimilis- og mömmumat. Sem er hvað?„Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ Já, en það er nú kannski allur gangur á því?„Kjötbollur, kótelettur í raspi, hakkabuff með lauk, eggi brúnni sósu, fiskibollur, rækjur, kartöflumús,“ segir Maggi og furðar sig á spurningunni. Í hans huga er heimilismatur heimilismatur: „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Konan yfirtók starfsemina á Granda Maggi ætlar að bjóða uppá hlaðborð á 1.990 krónur. „Rosalega gott verð,“ segir Maggi. Hann var að taka yfir rekstur á Gamla Siam, stað sem var þarna áður en vegna heilsubrests eiganda hefur nú lokið keppni. Maggi segir það fráleitt að þetta sé erfið staðsetning fyrir veitingastað. Eiginlega bara alls ekki: „Útlendingarnir að labba mikið þarna mikið frá Hilton, stöðugur straumur í gegn. Nóg af bílastæðum. Það hafa verið veitingastaðir í þessu húsi í tugi ára.“Maggi er ánægður með lógó staðarins en það er enginn annar en sjálfur Halldór sem tók sig til og teiknaði það fyrir meistarann.Maggi er að færa út kvíarnar. Hann heldur áfram að reka Sjávarbarinn niðri á Granda. „Konan mín er frá Filipseyjum. Hún fór í kokkaskólann og hefur yfirtekið reksturinn. Nánast rekið mig út. En, ég þarf að fá útrás, finna gleðina sem býr í eldamennskunni. Ég er að leita upprunans.“ Maggi byrjaði í Árbergi í Ármúla á sínum tíma. Þar var hann með þennan heimilislega mat sem hann kallar svo. Vinsælt í hádeginu en þar var hann í sex ár. „Back to basics. Ég er með 31 ára kennitölu og ekki margir með það í þessum bransa.“ Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira
Meistarakokkurinn Maggi, Texas-Maggi eða Magnús Ingi Magnússon, er að opna nýjan veitingastað við Laugaveg 178. Sem er forvitnilegt. Maggi er líklega einn þekktasti kokkur og vert landsins eftir fræga sjónvarpsþætti sem hann var með á ÍNN. Og hann er hvergi smeykur þó víða barmi menn sér í veitingageiranum; þar sé rekstur erfiður í kjölfar þess að ferðamannastraumurinn er í rénun. Maggi kann skýringar á því hvers vegna komið hefur bakslag í veitingareksturinn. Hann segir græðgisvæðingu hafa skaðað bransann. „Fólk er búið að fá nóg. Það er búið að sprengja verðskalann. Þegar þú ert að kaupa þér pizzu fyrir 3500 krónur, fyrir einn mann, þá segir fólk stopp. Hingað og ekki lengra. Hráefnið kostar í mesta lagi 500 krónur, fer eftir álegginu! Menn eru að verðleggja sig út af kortinu.“Mömmumaturinn hans Magga Og það er einmitt til þess sem Maggi vill höfða með sínum nýja stað sem heitir Matbarinn, það er að segja hið gagnstæða: Að bjóða uppá rétti á viðráðanlegu verði. „Akkúrat sem ég segi. Djókverð. Það er rúm fyrir svona ódýran stað. Það þurfa allir að borða.“ Maggi er þaulvanur sjónvarpsmaður. Hann gerði yfir 400 þætti um matreiðslu og matarmenningu fyrir ÍNN. Hafði af því mikla ánægju en þeirri þáttagerð lauk þegar sú stöð fór á hausinn. En, það vefst ekki fyrir Magga, reynslunnar smið í dagskrárgerðinni, að gera sérstakt kynningarmyndband fyrir sjálfan sig. Eins og sjá má hér neðar. Meistarakokkurinn Maggi hvergi banginn skammar kollega sína í veitingageiranum og segir þá verða að verðleggja sig út af kortinu.visir/vilhelmMaggi opnaði í gær til reynslu. Hann ætlar að bjóða upp á heimilis- og mömmumat. Sem er hvað?„Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ Já, en það er nú kannski allur gangur á því?„Kjötbollur, kótelettur í raspi, hakkabuff með lauk, eggi brúnni sósu, fiskibollur, rækjur, kartöflumús,“ segir Maggi og furðar sig á spurningunni. Í hans huga er heimilismatur heimilismatur: „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Konan yfirtók starfsemina á Granda Maggi ætlar að bjóða uppá hlaðborð á 1.990 krónur. „Rosalega gott verð,“ segir Maggi. Hann var að taka yfir rekstur á Gamla Siam, stað sem var þarna áður en vegna heilsubrests eiganda hefur nú lokið keppni. Maggi segir það fráleitt að þetta sé erfið staðsetning fyrir veitingastað. Eiginlega bara alls ekki: „Útlendingarnir að labba mikið þarna mikið frá Hilton, stöðugur straumur í gegn. Nóg af bílastæðum. Það hafa verið veitingastaðir í þessu húsi í tugi ára.“Maggi er ánægður með lógó staðarins en það er enginn annar en sjálfur Halldór sem tók sig til og teiknaði það fyrir meistarann.Maggi er að færa út kvíarnar. Hann heldur áfram að reka Sjávarbarinn niðri á Granda. „Konan mín er frá Filipseyjum. Hún fór í kokkaskólann og hefur yfirtekið reksturinn. Nánast rekið mig út. En, ég þarf að fá útrás, finna gleðina sem býr í eldamennskunni. Ég er að leita upprunans.“ Maggi byrjaði í Árbergi í Ármúla á sínum tíma. Þar var hann með þennan heimilislega mat sem hann kallar svo. Vinsælt í hádeginu en þar var hann í sex ár. „Back to basics. Ég er með 31 ára kennitölu og ekki margir með það í þessum bransa.“
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira