Bombardier hættir smíði farþegavéla Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2019 13:29 Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur enda sé stærra og öflugra fyrirtæki að taka við framleiðslu Q400 vélanna. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bombardier-fyrirtækið í Montreal hyggst hér eftir einbeita sér að framleiðslu járnbrautarvagna, snjóbíla og einkaflugvéla. Ákvörðun þess núna um að hætta alfarið smíði farþegavéla er túlkuð sem uppgjöf Bombardier í tilraunum þess til að rjúfa yfirburðastöðu Boeing og Airbus á markaðnum. Fyrirtækið neyddist fyrir aðeins tveimur árum til að selja frá sér smíði meðalstórrar farþegaþotu, svokallaðrar CS-línu. Núna er Bombardier einnig búið að selja tvær síðustu framleiðslulínur sínar á farþegavélum. Svokölluð CRJ-lína, litlar farþegaþotur, var seld til Mitsubishi í Japan í síðustu viku og De Havilland Dash 8-línan var seld til Longview Aviation Capital í Vancouver í Kanada í síðasta mánuði. Flugfélag Íslands er eingöngu með Bombardier/Dash 8-vélar í innanlandsfluginu, bæði Q200 og Q400. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélagsins, á ekki von á því að þetta muni trufla þeirra rekstur, enda sé fyrirtækið sem tekur við, Longview Aviation, stærra og öflugra. Þá hafi það áður endurvakið framleiðslu Twin Otter-vélanna, sem nú kallast Viking.Bombardier CS300, sem nú heitir Airbus A220-300, í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Hún tekur allt að 160 farþega.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ákvörðun Bombardier um að hætta smíði farþegaflugvéla kom eftir að fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna hás þróunarkostnaðar CS-þotunnar, sem var ætlað að keppa við flugvélarisana Airbus og Boeing. Þrátt fyrir að Bombardier-þotan hefði slegið í gegn og þótt vel heppnuð neyddist Bombardier til að selja framleiðsluréttinn á þotunni til Airbus, sem gaf henni nýtt nafn, Airbus A220, og hefur hún síðan rokselst hjá Airbus og búið að panta yfir 230 eintök. Athygli vakti haustið 2016 að Bombardier-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi en ráðamönnum íslensku flugfélaganna gafst þá tækifæri til að skoða hana. Hún þykir henta vel fyrir smærri miðborgarflugvelli, er hljóðlát, þarf stutta flugbraut og er auk þess sparneytin. Þessi nýja kynslóð farþegavéla er ein helsta forsenda ákvörðunar borgaryfirvalda í London um að stækka flugstöð miðborgarvallarins London City Airport, svo unnt sé að fjölga farþegum úr fimm milljónum upp í ellefu milljónir á næsta áratug. Fjallað var um stækkun London City-vallarins í flugfréttamiðlinum Allt um flug á dögunum. Ráðamenn Isavia hafa einnig viðrað hugmyndir um að nýta Reykjavíkurflugvöll meira til millilandaflugs þegar fram eru að koma hljóðlátar þotutegundir sem þurfa styttri brautir. Hér má einmitt sjá Bombardier CS300, nú Airbus A220, í flugtaki frá Reykjavík. Airbus Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur enda sé stærra og öflugra fyrirtæki að taka við framleiðslu Q400 vélanna. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bombardier-fyrirtækið í Montreal hyggst hér eftir einbeita sér að framleiðslu járnbrautarvagna, snjóbíla og einkaflugvéla. Ákvörðun þess núna um að hætta alfarið smíði farþegavéla er túlkuð sem uppgjöf Bombardier í tilraunum þess til að rjúfa yfirburðastöðu Boeing og Airbus á markaðnum. Fyrirtækið neyddist fyrir aðeins tveimur árum til að selja frá sér smíði meðalstórrar farþegaþotu, svokallaðrar CS-línu. Núna er Bombardier einnig búið að selja tvær síðustu framleiðslulínur sínar á farþegavélum. Svokölluð CRJ-lína, litlar farþegaþotur, var seld til Mitsubishi í Japan í síðustu viku og De Havilland Dash 8-línan var seld til Longview Aviation Capital í Vancouver í Kanada í síðasta mánuði. Flugfélag Íslands er eingöngu með Bombardier/Dash 8-vélar í innanlandsfluginu, bæði Q200 og Q400. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélagsins, á ekki von á því að þetta muni trufla þeirra rekstur, enda sé fyrirtækið sem tekur við, Longview Aviation, stærra og öflugra. Þá hafi það áður endurvakið framleiðslu Twin Otter-vélanna, sem nú kallast Viking.Bombardier CS300, sem nú heitir Airbus A220-300, í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Hún tekur allt að 160 farþega.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ákvörðun Bombardier um að hætta smíði farþegaflugvéla kom eftir að fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna hás þróunarkostnaðar CS-þotunnar, sem var ætlað að keppa við flugvélarisana Airbus og Boeing. Þrátt fyrir að Bombardier-þotan hefði slegið í gegn og þótt vel heppnuð neyddist Bombardier til að selja framleiðsluréttinn á þotunni til Airbus, sem gaf henni nýtt nafn, Airbus A220, og hefur hún síðan rokselst hjá Airbus og búið að panta yfir 230 eintök. Athygli vakti haustið 2016 að Bombardier-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi en ráðamönnum íslensku flugfélaganna gafst þá tækifæri til að skoða hana. Hún þykir henta vel fyrir smærri miðborgarflugvelli, er hljóðlát, þarf stutta flugbraut og er auk þess sparneytin. Þessi nýja kynslóð farþegavéla er ein helsta forsenda ákvörðunar borgaryfirvalda í London um að stækka flugstöð miðborgarvallarins London City Airport, svo unnt sé að fjölga farþegum úr fimm milljónum upp í ellefu milljónir á næsta áratug. Fjallað var um stækkun London City-vallarins í flugfréttamiðlinum Allt um flug á dögunum. Ráðamenn Isavia hafa einnig viðrað hugmyndir um að nýta Reykjavíkurflugvöll meira til millilandaflugs þegar fram eru að koma hljóðlátar þotutegundir sem þurfa styttri brautir. Hér má einmitt sjá Bombardier CS300, nú Airbus A220, í flugtaki frá Reykjavík.
Airbus Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30