Bombardier hættir smíði farþegavéla Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2019 13:29 Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur enda sé stærra og öflugra fyrirtæki að taka við framleiðslu Q400 vélanna. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bombardier-fyrirtækið í Montreal hyggst hér eftir einbeita sér að framleiðslu járnbrautarvagna, snjóbíla og einkaflugvéla. Ákvörðun þess núna um að hætta alfarið smíði farþegavéla er túlkuð sem uppgjöf Bombardier í tilraunum þess til að rjúfa yfirburðastöðu Boeing og Airbus á markaðnum. Fyrirtækið neyddist fyrir aðeins tveimur árum til að selja frá sér smíði meðalstórrar farþegaþotu, svokallaðrar CS-línu. Núna er Bombardier einnig búið að selja tvær síðustu framleiðslulínur sínar á farþegavélum. Svokölluð CRJ-lína, litlar farþegaþotur, var seld til Mitsubishi í Japan í síðustu viku og De Havilland Dash 8-línan var seld til Longview Aviation Capital í Vancouver í Kanada í síðasta mánuði. Flugfélag Íslands er eingöngu með Bombardier/Dash 8-vélar í innanlandsfluginu, bæði Q200 og Q400. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélagsins, á ekki von á því að þetta muni trufla þeirra rekstur, enda sé fyrirtækið sem tekur við, Longview Aviation, stærra og öflugra. Þá hafi það áður endurvakið framleiðslu Twin Otter-vélanna, sem nú kallast Viking.Bombardier CS300, sem nú heitir Airbus A220-300, í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Hún tekur allt að 160 farþega.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ákvörðun Bombardier um að hætta smíði farþegaflugvéla kom eftir að fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna hás þróunarkostnaðar CS-þotunnar, sem var ætlað að keppa við flugvélarisana Airbus og Boeing. Þrátt fyrir að Bombardier-þotan hefði slegið í gegn og þótt vel heppnuð neyddist Bombardier til að selja framleiðsluréttinn á þotunni til Airbus, sem gaf henni nýtt nafn, Airbus A220, og hefur hún síðan rokselst hjá Airbus og búið að panta yfir 230 eintök. Athygli vakti haustið 2016 að Bombardier-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi en ráðamönnum íslensku flugfélaganna gafst þá tækifæri til að skoða hana. Hún þykir henta vel fyrir smærri miðborgarflugvelli, er hljóðlát, þarf stutta flugbraut og er auk þess sparneytin. Þessi nýja kynslóð farþegavéla er ein helsta forsenda ákvörðunar borgaryfirvalda í London um að stækka flugstöð miðborgarvallarins London City Airport, svo unnt sé að fjölga farþegum úr fimm milljónum upp í ellefu milljónir á næsta áratug. Fjallað var um stækkun London City-vallarins í flugfréttamiðlinum Allt um flug á dögunum. Ráðamenn Isavia hafa einnig viðrað hugmyndir um að nýta Reykjavíkurflugvöll meira til millilandaflugs þegar fram eru að koma hljóðlátar þotutegundir sem þurfa styttri brautir. Hér má einmitt sjá Bombardier CS300, nú Airbus A220, í flugtaki frá Reykjavík. Airbus Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur enda sé stærra og öflugra fyrirtæki að taka við framleiðslu Q400 vélanna. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bombardier-fyrirtækið í Montreal hyggst hér eftir einbeita sér að framleiðslu járnbrautarvagna, snjóbíla og einkaflugvéla. Ákvörðun þess núna um að hætta alfarið smíði farþegavéla er túlkuð sem uppgjöf Bombardier í tilraunum þess til að rjúfa yfirburðastöðu Boeing og Airbus á markaðnum. Fyrirtækið neyddist fyrir aðeins tveimur árum til að selja frá sér smíði meðalstórrar farþegaþotu, svokallaðrar CS-línu. Núna er Bombardier einnig búið að selja tvær síðustu framleiðslulínur sínar á farþegavélum. Svokölluð CRJ-lína, litlar farþegaþotur, var seld til Mitsubishi í Japan í síðustu viku og De Havilland Dash 8-línan var seld til Longview Aviation Capital í Vancouver í Kanada í síðasta mánuði. Flugfélag Íslands er eingöngu með Bombardier/Dash 8-vélar í innanlandsfluginu, bæði Q200 og Q400. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélagsins, á ekki von á því að þetta muni trufla þeirra rekstur, enda sé fyrirtækið sem tekur við, Longview Aviation, stærra og öflugra. Þá hafi það áður endurvakið framleiðslu Twin Otter-vélanna, sem nú kallast Viking.Bombardier CS300, sem nú heitir Airbus A220-300, í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Hún tekur allt að 160 farþega.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ákvörðun Bombardier um að hætta smíði farþegaflugvéla kom eftir að fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna hás þróunarkostnaðar CS-þotunnar, sem var ætlað að keppa við flugvélarisana Airbus og Boeing. Þrátt fyrir að Bombardier-þotan hefði slegið í gegn og þótt vel heppnuð neyddist Bombardier til að selja framleiðsluréttinn á þotunni til Airbus, sem gaf henni nýtt nafn, Airbus A220, og hefur hún síðan rokselst hjá Airbus og búið að panta yfir 230 eintök. Athygli vakti haustið 2016 að Bombardier-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi en ráðamönnum íslensku flugfélaganna gafst þá tækifæri til að skoða hana. Hún þykir henta vel fyrir smærri miðborgarflugvelli, er hljóðlát, þarf stutta flugbraut og er auk þess sparneytin. Þessi nýja kynslóð farþegavéla er ein helsta forsenda ákvörðunar borgaryfirvalda í London um að stækka flugstöð miðborgarvallarins London City Airport, svo unnt sé að fjölga farþegum úr fimm milljónum upp í ellefu milljónir á næsta áratug. Fjallað var um stækkun London City-vallarins í flugfréttamiðlinum Allt um flug á dögunum. Ráðamenn Isavia hafa einnig viðrað hugmyndir um að nýta Reykjavíkurflugvöll meira til millilandaflugs þegar fram eru að koma hljóðlátar þotutegundir sem þurfa styttri brautir. Hér má einmitt sjá Bombardier CS300, nú Airbus A220, í flugtaki frá Reykjavík.
Airbus Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30