Íslensk list blómstrar í Helsinki Árni Þór Sigurðsson skrifar 9. júlí 2019 08:00 Á hverju ári kynnir fjöldi íslenskra listamanna verk sín erlendis og í mörgum tilvikum taka sendiráð Íslands beinan þátt í undirbúningi sýninga eða kynningu á íslenskri list. Sú starfsemi sendiráðanna er ef til vill ekki vel sýnileg á Íslandi og mætti vel gefa meiri gaum. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis 2019 eru um 9% af starfsemi sendiskrifstofa erlendis helguð menningarmálum. Þessu er misskipt eftir eðli sendiskrifstofanna en sumar fást nær eingöngu við fjölþjóðasamskipti. Hér í Helsinki er þetta hlutfall talsvert hátt, eða 21%, en í Finnlandi er mikill áhugi á íslenskri list og ýmsir íslenskir listamenn koma hingað aftur og aftur með sýningar. Árið í ár sker sig að miklu leyti úr vegna fjölda íslenskra listviðburða því stærstu og virtustu lista- og hönnunarsöfn í Helsinki tefla nú fram íslenskum listamönnum. Listasýning Hrafnhildar Arnardóttur, Shoplifter, í nýlistasafninu Kiasma var opnuð í febrúar sl. og stendur fram á haust. Hrafnhildur er að þessu sinni fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum með sýninguna Chromo Sapiens. Forsvarsmenn nýlistasafnsins hafa farið fögrum orðum um sýninguna og upplýst að hún hafi verið afar vel sótt af gestum safnsins. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti m.a. sýninguna í apríl sl. Við opnun sýningarinnar hélt tónlistarmaðurinn Högni Egilsson tónleika á safninu. Í júníbyrjun var opnuð sýning á verkum eftir Brynjar Sigurðarson, listamann og hönnuð, á Hönnunarsafninu í Helsinki. Brynjar hlaut í fyrra hin virtu norrænu Torsten & Wanja Söderberg hönnunarverðlaun, ein veglegustu hönnunarverðlaun í heimi. Það felst mikil viðurkenning í því að sýna í Hönnunarsafninu í Helsinki, bæði vegna þess að Finnar eru þekktir fyrir sína eigin hönnun og hversu framarlega þeir standa á því sviði, en einnig vegna þess að Hönnunarsafnið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem leggja leið sína til Helsinki. Íslensku listamennirnir Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson eru tilnefndir til hinna virtu finnsku Ars Fennica verðlauna ásamt tveimur finnskum listamönnum og einum sænskum, en verðlaunin eru veitt framúrskarandi norrænum listamanni. Íslendingar mega vera afar stoltir af því að eiga tvær af fimm tilnefningum í ár, en aðeins einn Íslendingur, Hreinn Friðfinnsson, hefur hlotið þessi verðlaun áður, en til þeirra var stofnað fyrir um 30 árum. Amos Rex listasafnið í Helsinki var opnað árið 2018 en hefur þegar hlotið alþjóðlega viðurkenningu og mikla aðsókn. Kynning á þeim fimm listamönnum sem tilnefndir eru til Ars Fennica verðlaunanna fór fram í Amos Rex safninu nú nýverið og verður tilkynnt um vinningshafa í síðari hluta ágústmánaðar. Listamennirnir Ragnar og Egill voru báðir viðstaddir og voru sýningar þeirra opnaðar á sama tíma í safninu. Þá mun Ragnar Kjartansson listamaður opna innsetninguna Gestirnir í nýlistasafninu Kiasma í október nk. og er engum vafa undirorpið að það verður tekið eftir þeirri sýningu ef marka má þær viðtökur sem Ragnar og aðrir íslenskir listamenn hafa fengið hér í Helsinki hingað til. Loks ber að nefna að sendiráðið tekur þátt í hönnunarhátíð sem haldin er hér árlega, Helsinki Design Week, m.a. með því að bjóða ungum íslenskum hönnuði til þátttöku og tengja við þá fjölmörgu innlendu og erlendu gesti sem sækja hönnunarvikuna. Í haust verður Valdís Steinarsdóttir gestur á vikunni. Helsinki hefur fyrir löngu áunnið sér stöðu sem ein helsta hönnunarborg í heimi og því er þátttaka Íslands mikilvæg í því skyni að koma íslenskri hönnun og hönnuðum á framfæri og tengjast þannig beint því sem best gerist á þessu sviði. Allir listamennirnir sem í hlut eiga og starfsfólk sendiráðsins hafa unnið náið saman í samstarfi við umrædd listasöfn. Eiga allir þakkir skildar fyrir þeirra framlag, en fyrst og fremst er ástæða til að óska íslensku listamönnunum til hamingju og velfarnaðar í áframhaldandi listsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári kynnir fjöldi íslenskra listamanna verk sín erlendis og í mörgum tilvikum taka sendiráð Íslands beinan þátt í undirbúningi sýninga eða kynningu á íslenskri list. Sú starfsemi sendiráðanna er ef til vill ekki vel sýnileg á Íslandi og mætti vel gefa meiri gaum. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis 2019 eru um 9% af starfsemi sendiskrifstofa erlendis helguð menningarmálum. Þessu er misskipt eftir eðli sendiskrifstofanna en sumar fást nær eingöngu við fjölþjóðasamskipti. Hér í Helsinki er þetta hlutfall talsvert hátt, eða 21%, en í Finnlandi er mikill áhugi á íslenskri list og ýmsir íslenskir listamenn koma hingað aftur og aftur með sýningar. Árið í ár sker sig að miklu leyti úr vegna fjölda íslenskra listviðburða því stærstu og virtustu lista- og hönnunarsöfn í Helsinki tefla nú fram íslenskum listamönnum. Listasýning Hrafnhildar Arnardóttur, Shoplifter, í nýlistasafninu Kiasma var opnuð í febrúar sl. og stendur fram á haust. Hrafnhildur er að þessu sinni fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum með sýninguna Chromo Sapiens. Forsvarsmenn nýlistasafnsins hafa farið fögrum orðum um sýninguna og upplýst að hún hafi verið afar vel sótt af gestum safnsins. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti m.a. sýninguna í apríl sl. Við opnun sýningarinnar hélt tónlistarmaðurinn Högni Egilsson tónleika á safninu. Í júníbyrjun var opnuð sýning á verkum eftir Brynjar Sigurðarson, listamann og hönnuð, á Hönnunarsafninu í Helsinki. Brynjar hlaut í fyrra hin virtu norrænu Torsten & Wanja Söderberg hönnunarverðlaun, ein veglegustu hönnunarverðlaun í heimi. Það felst mikil viðurkenning í því að sýna í Hönnunarsafninu í Helsinki, bæði vegna þess að Finnar eru þekktir fyrir sína eigin hönnun og hversu framarlega þeir standa á því sviði, en einnig vegna þess að Hönnunarsafnið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem leggja leið sína til Helsinki. Íslensku listamennirnir Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson eru tilnefndir til hinna virtu finnsku Ars Fennica verðlauna ásamt tveimur finnskum listamönnum og einum sænskum, en verðlaunin eru veitt framúrskarandi norrænum listamanni. Íslendingar mega vera afar stoltir af því að eiga tvær af fimm tilnefningum í ár, en aðeins einn Íslendingur, Hreinn Friðfinnsson, hefur hlotið þessi verðlaun áður, en til þeirra var stofnað fyrir um 30 árum. Amos Rex listasafnið í Helsinki var opnað árið 2018 en hefur þegar hlotið alþjóðlega viðurkenningu og mikla aðsókn. Kynning á þeim fimm listamönnum sem tilnefndir eru til Ars Fennica verðlaunanna fór fram í Amos Rex safninu nú nýverið og verður tilkynnt um vinningshafa í síðari hluta ágústmánaðar. Listamennirnir Ragnar og Egill voru báðir viðstaddir og voru sýningar þeirra opnaðar á sama tíma í safninu. Þá mun Ragnar Kjartansson listamaður opna innsetninguna Gestirnir í nýlistasafninu Kiasma í október nk. og er engum vafa undirorpið að það verður tekið eftir þeirri sýningu ef marka má þær viðtökur sem Ragnar og aðrir íslenskir listamenn hafa fengið hér í Helsinki hingað til. Loks ber að nefna að sendiráðið tekur þátt í hönnunarhátíð sem haldin er hér árlega, Helsinki Design Week, m.a. með því að bjóða ungum íslenskum hönnuði til þátttöku og tengja við þá fjölmörgu innlendu og erlendu gesti sem sækja hönnunarvikuna. Í haust verður Valdís Steinarsdóttir gestur á vikunni. Helsinki hefur fyrir löngu áunnið sér stöðu sem ein helsta hönnunarborg í heimi og því er þátttaka Íslands mikilvæg í því skyni að koma íslenskri hönnun og hönnuðum á framfæri og tengjast þannig beint því sem best gerist á þessu sviði. Allir listamennirnir sem í hlut eiga og starfsfólk sendiráðsins hafa unnið náið saman í samstarfi við umrædd listasöfn. Eiga allir þakkir skildar fyrir þeirra framlag, en fyrst og fremst er ástæða til að óska íslensku listamönnunum til hamingju og velfarnaðar í áframhaldandi listsköpun.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun