Reyndi að fá unga stúlku í nektarmyndatöku: „Hrein mey?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:06 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að fresta refsingu karlmanns sem braut barnaverndarlög með því að senda stúlku klúr skilaboð í júlí 2016. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt og meðal annars vegna þess hversu miklar tafir urðu á málinu var honum ekki gerð refsing. Hann er þó á skilorði til tveggja ára. Það var í samskiptum á Facebook sem maðurinn sendi stúlkunni eftirfarandi skilaboð: 1. „Hægæ, heyrðu, eg er með eitt hlutverk sem eg er að vinna að, en það er smá nekt í því, er það eitthvað sem þú hefðir mögulega áhuga á? Auðvitað vel greitt fyrir.“ 2. „Hefuru einhverntímann gert eitthvað svona? Tekið nude Pic eða eitthvað“ 3. „Haha þa hefuru séð á mér typpið“ 4. „Áttu mynd af þér á nærfötunum? Eða bikiní?“ 5. „Hrein mey? (Ef ég má spyrja)“ Með því að senda stúlkunni skilaboðin sýndu hann henni vanvirðandi háttsemi og ósðilegt athæfi að því er segir í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómnum, játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn barnaverndarlögum að því er segir í niðurstöðu dómsins. Háttsemi hans er litin alvarlegum augum en hún beindist gegn barnungri stúlku. Maðurinn greiddi stúlkunni ótilgreindar miskabætur og annan kostnað og gekkst greiðlega við broti sínu. Þá lá fyrir staðfesting að hann hefði leitað aðstoðar við áfengisvanda sínum sem hann væri enn að fylgja eftir. Dómurinn lét þess getið að málið væri ekki umfangsmikið. Kæra hafi verið lögð fram í desember 2016 og rannsókn lokið í apríl 2017. Engu að síður var ákæra ekki gefin út í málinu fyrr en rúmum tveimur árum síðan. Ekki væri ákærða um að kenna. Í ljósi þessa var ákveðið að fresta refsingu í málinu og fellur hún niður að liðnum tveimur árum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að fresta refsingu karlmanns sem braut barnaverndarlög með því að senda stúlku klúr skilaboð í júlí 2016. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt og meðal annars vegna þess hversu miklar tafir urðu á málinu var honum ekki gerð refsing. Hann er þó á skilorði til tveggja ára. Það var í samskiptum á Facebook sem maðurinn sendi stúlkunni eftirfarandi skilaboð: 1. „Hægæ, heyrðu, eg er með eitt hlutverk sem eg er að vinna að, en það er smá nekt í því, er það eitthvað sem þú hefðir mögulega áhuga á? Auðvitað vel greitt fyrir.“ 2. „Hefuru einhverntímann gert eitthvað svona? Tekið nude Pic eða eitthvað“ 3. „Haha þa hefuru séð á mér typpið“ 4. „Áttu mynd af þér á nærfötunum? Eða bikiní?“ 5. „Hrein mey? (Ef ég má spyrja)“ Með því að senda stúlkunni skilaboðin sýndu hann henni vanvirðandi háttsemi og ósðilegt athæfi að því er segir í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómnum, játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn barnaverndarlögum að því er segir í niðurstöðu dómsins. Háttsemi hans er litin alvarlegum augum en hún beindist gegn barnungri stúlku. Maðurinn greiddi stúlkunni ótilgreindar miskabætur og annan kostnað og gekkst greiðlega við broti sínu. Þá lá fyrir staðfesting að hann hefði leitað aðstoðar við áfengisvanda sínum sem hann væri enn að fylgja eftir. Dómurinn lét þess getið að málið væri ekki umfangsmikið. Kæra hafi verið lögð fram í desember 2016 og rannsókn lokið í apríl 2017. Engu að síður var ákæra ekki gefin út í málinu fyrr en rúmum tveimur árum síðan. Ekki væri ákærða um að kenna. Í ljósi þessa var ákveðið að fresta refsingu í málinu og fellur hún niður að liðnum tveimur árum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira