Alþjóðadagur flóttafólks Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 20. júní 2019 08:17 Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta. Næstum 70 milljónir karla, kvenna og barna sem hafa orðið að yfirgefa heimili sitt vegna vopnaðra átaka, hamfara, ofsókna, fátæktar, hungurs eða af öðrum orsökum. Það eru fleiri heldur en íbúar Bretlandseyja. Undanfarin ár hefur þróunin verið á þann veg, að á sama tíma og tala fólks á flótta fer stöðugt hækkandi virðast ríki heimsins vera að þrengja innflytjendastefnu sína. Þessir tveir þættir, vinna bersýnilega þvert á móti hvor öðrum. Þegar horft er til loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra á daglegt líf fólks, er ljóst að ákveðin ríki eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Oft er um að ræða ríki þar sem átök geisa eða mikil fátækt ríkir en vert er á að minna að þau ríki og þegnar þeirra eru jafnan þolendur loftslagsbreytinga en ekki gerendur. Líkt og Rauði krossinn, þá líta nú fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök nú til áhrifa loftslagbreytinga við gerð aðgerðaráætlana, en breytingar á hitastigi hafa oft meiri áhrif á viðkvæmum svæðum þar sem þörf var fyrir á mannúðaraðstoð. Loftslagsbreytingar eru farnar að ýta verulega undir fólksflótta meðal annars vegna uppskerubrests af völdum þurrka. Þá er skortur á fæðu ein af orsökum átaka og því hægt að sjá samhengi milli loftslagbreytinga og átaka og flótta. Stjórnvöld ríkja heimsins þurfa að taka ábyrgð og vinna saman að því að sporna gegn loftlagsbreytingum. Það er óboðlegt að það fólk, sem minnst má sín, verði verst úti vegna loftlagsbreytinga. Hafandi fæðst í einu öruggasta ríki heims, Íslandi, er erfitt að setja sig í spor þessa fólks, sem hefur þurft að yfirgefa heimalands sitt nauðugt. Í heiminum eru til landsvæði þar sem fólk hefur fæðst inn í átök og óeirðir og kynslóðir sem hafa alist upp í flóttamannabúðum. Þess vegna er skylda okkar að rétta fram hjálparhönd. Ísland ætti þannig að leggja miklu meira á vogarskálarnar til þróunar- og mannúðaraðstoðar sem miðar af því að gera fólki kleyft að dvelja í eigin heimalandi í stað þess að leggja á flótta. Að tala um fyrir friðsamlegri lausn deilumála skiptir máli. Að leggja hönd á plóg við innviðauppbyggingu fátækra ríkja dregur úr líkum á átökum og flóttamannastraumi. Það skiptir máli. Okkar framlag skiptir máli. Við á Íslandi getum verið stolt af því hve vel hefur tekist að aðlaga flóttafólk inn í samfélag okkar, en það flóttafólk sem hefur sest hér að um land allt hefur sannarlega auðgað og bætt mannlífið, lært tungumálið, menntað sig og tekið þátt í atvinnulífinu. Að veita fólki hreiður, sem það getur í friði og öryggi, vaxið og dafnað í, er ekki bara sjálfsögð aðstoð, heldur er það um leið mikil innspýting í okkar eigið samfélag. Alltaf má þó betur gera. Tökum enn betur á móti þeim sem hingað leita og stóreflum íslenska þróuar- og mannúðaraðstoð svo fólk þurfi síður að leggja á flótta. Já, okkar framlag skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta. Næstum 70 milljónir karla, kvenna og barna sem hafa orðið að yfirgefa heimili sitt vegna vopnaðra átaka, hamfara, ofsókna, fátæktar, hungurs eða af öðrum orsökum. Það eru fleiri heldur en íbúar Bretlandseyja. Undanfarin ár hefur þróunin verið á þann veg, að á sama tíma og tala fólks á flótta fer stöðugt hækkandi virðast ríki heimsins vera að þrengja innflytjendastefnu sína. Þessir tveir þættir, vinna bersýnilega þvert á móti hvor öðrum. Þegar horft er til loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra á daglegt líf fólks, er ljóst að ákveðin ríki eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Oft er um að ræða ríki þar sem átök geisa eða mikil fátækt ríkir en vert er á að minna að þau ríki og þegnar þeirra eru jafnan þolendur loftslagsbreytinga en ekki gerendur. Líkt og Rauði krossinn, þá líta nú fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök nú til áhrifa loftslagbreytinga við gerð aðgerðaráætlana, en breytingar á hitastigi hafa oft meiri áhrif á viðkvæmum svæðum þar sem þörf var fyrir á mannúðaraðstoð. Loftslagsbreytingar eru farnar að ýta verulega undir fólksflótta meðal annars vegna uppskerubrests af völdum þurrka. Þá er skortur á fæðu ein af orsökum átaka og því hægt að sjá samhengi milli loftslagbreytinga og átaka og flótta. Stjórnvöld ríkja heimsins þurfa að taka ábyrgð og vinna saman að því að sporna gegn loftlagsbreytingum. Það er óboðlegt að það fólk, sem minnst má sín, verði verst úti vegna loftlagsbreytinga. Hafandi fæðst í einu öruggasta ríki heims, Íslandi, er erfitt að setja sig í spor þessa fólks, sem hefur þurft að yfirgefa heimalands sitt nauðugt. Í heiminum eru til landsvæði þar sem fólk hefur fæðst inn í átök og óeirðir og kynslóðir sem hafa alist upp í flóttamannabúðum. Þess vegna er skylda okkar að rétta fram hjálparhönd. Ísland ætti þannig að leggja miklu meira á vogarskálarnar til þróunar- og mannúðaraðstoðar sem miðar af því að gera fólki kleyft að dvelja í eigin heimalandi í stað þess að leggja á flótta. Að tala um fyrir friðsamlegri lausn deilumála skiptir máli. Að leggja hönd á plóg við innviðauppbyggingu fátækra ríkja dregur úr líkum á átökum og flóttamannastraumi. Það skiptir máli. Okkar framlag skiptir máli. Við á Íslandi getum verið stolt af því hve vel hefur tekist að aðlaga flóttafólk inn í samfélag okkar, en það flóttafólk sem hefur sest hér að um land allt hefur sannarlega auðgað og bætt mannlífið, lært tungumálið, menntað sig og tekið þátt í atvinnulífinu. Að veita fólki hreiður, sem það getur í friði og öryggi, vaxið og dafnað í, er ekki bara sjálfsögð aðstoð, heldur er það um leið mikil innspýting í okkar eigið samfélag. Alltaf má þó betur gera. Tökum enn betur á móti þeim sem hingað leita og stóreflum íslenska þróuar- og mannúðaraðstoð svo fólk þurfi síður að leggja á flótta. Já, okkar framlag skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun