Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Eiður Þór Árnason skrifar 20. júní 2019 16:19 Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. Ljósmyndin er frá fyrri heimsókn Kim í Kína. Vísir/ap Xi Jinping forseti Kína heimsækir nú Norður-Kóreu og hafa leiðtogar ríkjanna meðal annars rætt efnahagsmál og stöðu Kóreuskagans. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn kínverskra stjórnvalda til Norður-Kóreu frá árinu 2005 og um leið fyrstu heimsókn Xi Jinping, sem tók við völdum árið 2012. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Xi Jinping vonast til að kjarnorkuviðræður Norður-Kóreu við Bandaríkjamenn verði teknar upp aftur og að þær leiði til farsæls samkomulags. Hann hrósaði um leið aðgerðum norðurkóreskra stjórnvalda sem miða í átt að kjarnorkuafvopnun. Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un funduðu síðast í febrúar og áttu í viðræðum um afvopnun Kóreuskagans. Þær reyndust með öllu árangurslausar. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar Norður-Kóreu og Kína koma saman til fundar eftir að viðræður við Trump runnu út í sandinn. Xi Jinping lét hafa eftir sér í heimsókninni að núverandi staða á Kóreuskaga varði frið og stöðuleika í heimshlutanum. Tímasetning heimsóknarinnar hefur vakið athygli í ljósi þess að eftir viku mun forseti Kína halda á leiðtogafund G20-ríkjanna í Japan þar sem hann mun meðal annars funda með Bandaríkjaforseta. Kína er helsta viðskiptaþjóð Norður-Kóreu. Talið er að markmið kínverskra stjórnvalda með heimsókninni sé að styrkja samband þeirra við Kim Jong-un en hann á sér núorðið fáa bandamenn. Kínverskur ríkismiðill greinir frá því að stærðarinnar móttökunefnd hafi tekið á móti forsetanum á flugvellinum í Pyongyang fyrr í dag. Hin opinbera heimsókn mun standa yfir í tvo daga.Klippa: Heimsókn Xi Jinping til Norður Kóreu Bandaríkin Donald Trump Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. 10. maí 2019 07:30 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Norður-Kórea gerir tilraunir með flugskeyti í því skyni að auka "bardagagetu“ ríkisins. 5. maí 2019 09:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Xi Jinping forseti Kína heimsækir nú Norður-Kóreu og hafa leiðtogar ríkjanna meðal annars rætt efnahagsmál og stöðu Kóreuskagans. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn kínverskra stjórnvalda til Norður-Kóreu frá árinu 2005 og um leið fyrstu heimsókn Xi Jinping, sem tók við völdum árið 2012. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Xi Jinping vonast til að kjarnorkuviðræður Norður-Kóreu við Bandaríkjamenn verði teknar upp aftur og að þær leiði til farsæls samkomulags. Hann hrósaði um leið aðgerðum norðurkóreskra stjórnvalda sem miða í átt að kjarnorkuafvopnun. Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un funduðu síðast í febrúar og áttu í viðræðum um afvopnun Kóreuskagans. Þær reyndust með öllu árangurslausar. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar Norður-Kóreu og Kína koma saman til fundar eftir að viðræður við Trump runnu út í sandinn. Xi Jinping lét hafa eftir sér í heimsókninni að núverandi staða á Kóreuskaga varði frið og stöðuleika í heimshlutanum. Tímasetning heimsóknarinnar hefur vakið athygli í ljósi þess að eftir viku mun forseti Kína halda á leiðtogafund G20-ríkjanna í Japan þar sem hann mun meðal annars funda með Bandaríkjaforseta. Kína er helsta viðskiptaþjóð Norður-Kóreu. Talið er að markmið kínverskra stjórnvalda með heimsókninni sé að styrkja samband þeirra við Kim Jong-un en hann á sér núorðið fáa bandamenn. Kínverskur ríkismiðill greinir frá því að stærðarinnar móttökunefnd hafi tekið á móti forsetanum á flugvellinum í Pyongyang fyrr í dag. Hin opinbera heimsókn mun standa yfir í tvo daga.Klippa: Heimsókn Xi Jinping til Norður Kóreu
Bandaríkin Donald Trump Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. 10. maí 2019 07:30 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Norður-Kórea gerir tilraunir með flugskeyti í því skyni að auka "bardagagetu“ ríkisins. 5. maí 2019 09:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. 10. maí 2019 07:30
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Norður-Kórea gerir tilraunir með flugskeyti í því skyni að auka "bardagagetu“ ríkisins. 5. maí 2019 09:45