Benedikt Gíslason nýr bankastjóri Arion Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 20:48 Benedikt Gíslason verðandi bankastjóri Arion banka Aðsend Benedikt Gíslason hefur verið ráðinn nýr bankastjóri Arion banka og tekur hann við stöðunni um komandi mánaðamót. Benedikt hefur umfangsmikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði síðustu tvo áratugi. „Benedikt hefur mjög skýra sýn á framtíð bankans og hvernig eigi að mæta þeim áskorunum sem fjármálafyrirtæki standa frammi fyrir á næstu árum. Rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja um allan heim er að breytast hratt, ekki síst með auknu vægi stafrænnar fjármálaþjónustu. Það er jafnframt mikill styrkur fyrir Arion banka að fá til forystu einstakling með jafnmikla reynslu og þekkingu og Benedikt býr yfir.“ Segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Benedikt sem er verkfræðingur að mennt hefur sinnt margvíslegum stjórnunarstörfum hjá Straumi-Burðarás, var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FL group og starfaði einnig sem framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs MP Banka. Þá var Benedikt varaformaður starfshóps um afnám fjármagnshafta á árinum 2013-2016 og sat í stjórn Kaupþings 2016-2018. Hann hefur þá verið ráðgjafi Kaupþings í málefnum Arion Banka og hefur setið í stjórn bankans frá árinu 2018.Benedikt, sem tekur við starfinu af Höskuldi Ólafssyni sem sagði af sér fyrr á árinu, segist vera fullur tilhlökkunar á að takast á við verkefnið, sem sé spennandi.„Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi verkefni. Arion banki er gott fyrirtæki og gegnir mikilvægu hlutverki. Ég þekki bankann vel og hlakka til kynnast honum og hans öfluga starfsfólki enn betur. Verkefnið framundan er að halda áfram að þróa starfsemi og þjónustu bankans og veita viðskiptavinum góða og nútímalega fjármálaþjónustu. Arion banki nýtur ákveðinnar sérstöðu á íslenskum fjármálamarkaði þegar horft er til stóru bankanna þriggja sem almenningshlutafélag skráð í kauphallir á Íslandi og í Svíþjóð.“ Segir Benedikt Gíslason, verðandi bankastjóri Arion banka Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira
Benedikt Gíslason hefur verið ráðinn nýr bankastjóri Arion banka og tekur hann við stöðunni um komandi mánaðamót. Benedikt hefur umfangsmikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði síðustu tvo áratugi. „Benedikt hefur mjög skýra sýn á framtíð bankans og hvernig eigi að mæta þeim áskorunum sem fjármálafyrirtæki standa frammi fyrir á næstu árum. Rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja um allan heim er að breytast hratt, ekki síst með auknu vægi stafrænnar fjármálaþjónustu. Það er jafnframt mikill styrkur fyrir Arion banka að fá til forystu einstakling með jafnmikla reynslu og þekkingu og Benedikt býr yfir.“ Segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Benedikt sem er verkfræðingur að mennt hefur sinnt margvíslegum stjórnunarstörfum hjá Straumi-Burðarás, var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FL group og starfaði einnig sem framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs MP Banka. Þá var Benedikt varaformaður starfshóps um afnám fjármagnshafta á árinum 2013-2016 og sat í stjórn Kaupþings 2016-2018. Hann hefur þá verið ráðgjafi Kaupþings í málefnum Arion Banka og hefur setið í stjórn bankans frá árinu 2018.Benedikt, sem tekur við starfinu af Höskuldi Ólafssyni sem sagði af sér fyrr á árinu, segist vera fullur tilhlökkunar á að takast á við verkefnið, sem sé spennandi.„Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi verkefni. Arion banki er gott fyrirtæki og gegnir mikilvægu hlutverki. Ég þekki bankann vel og hlakka til kynnast honum og hans öfluga starfsfólki enn betur. Verkefnið framundan er að halda áfram að þróa starfsemi og þjónustu bankans og veita viðskiptavinum góða og nútímalega fjármálaþjónustu. Arion banki nýtur ákveðinnar sérstöðu á íslenskum fjármálamarkaði þegar horft er til stóru bankanna þriggja sem almenningshlutafélag skráð í kauphallir á Íslandi og í Svíþjóð.“ Segir Benedikt Gíslason, verðandi bankastjóri Arion banka
Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira