Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2019 08:10 Eiríkur Ingi á ferð um Suðurland í fyrra. Mynd/Rut Sigurðardóttir Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. Eiríkur, betur þekktur sem Hjóla-Eiki, segir ákvörðunina m.a. tekna vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í hné. Hann hafi þó ekki sungið sitt síðasta í keppninni. „Svona er þetta og nú og er kallinn ekki fúll heldur orðinn reiður yfir stöðunni og verður þessum fjanda kippt í lið sama hvað, ég mæti aftur og með skap! Tel ég þetta viturlegast í stöðunni þar sem fleiri skemmtileg mót eru fram undan á næstunni og ætla ég að vera not hæfur þar ekki meira DNF kjaftæði aftur!“ skrifar Eiríkur. Hann kom sá og sigraði keppnina í fyrra og hjólaði hringinn þá á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur hafði áður lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti í WOW cyclothon. Eiríkur óskar keppinautum sínum í einstaklingskeppninni, Chris Burkard og Terri Huebler, jafnframt góðs gengis í færslunni. Ef fram fer sem horfir mun Chris slá fyrra einstaklingsmet Eiríks í WOW cyclothon en hann var á Höfn um klukkan fjögur í nótt og var undir Hvannadalshnjúk nú um sjöleytið. Samkvæmt færslum hans á Instagram í morgunsárið neyddist hann til að hægja á sér vegna hóps af rollum sem skutluðu sér fyrir framan hann. Terri Huebler var í morgun komin langleiðina yfir Möðrudalsöræfin. Í nótt urðu töluverðar sviptingar á fremstu liðum í B-flokki. Lið World Class, Airport Direct og Advania eru nú þrjú fremst og virðast hafa skilið félaga sína í Fjallbræðrum eftir, en liðin unnu fjögur saman framan af. Fjallabræður hafa dregist nokkuð aftur úr fyrsta hóp og eru nú með Team Cyren, Securitas og Tindi hjá Fosshóli. A lið deCODE B er á svipuðum slóðum en samkvæmt korti er systurliðið deCODE J nú langt fyrir aftan. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. Eiríkur, betur þekktur sem Hjóla-Eiki, segir ákvörðunina m.a. tekna vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í hné. Hann hafi þó ekki sungið sitt síðasta í keppninni. „Svona er þetta og nú og er kallinn ekki fúll heldur orðinn reiður yfir stöðunni og verður þessum fjanda kippt í lið sama hvað, ég mæti aftur og með skap! Tel ég þetta viturlegast í stöðunni þar sem fleiri skemmtileg mót eru fram undan á næstunni og ætla ég að vera not hæfur þar ekki meira DNF kjaftæði aftur!“ skrifar Eiríkur. Hann kom sá og sigraði keppnina í fyrra og hjólaði hringinn þá á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur hafði áður lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti í WOW cyclothon. Eiríkur óskar keppinautum sínum í einstaklingskeppninni, Chris Burkard og Terri Huebler, jafnframt góðs gengis í færslunni. Ef fram fer sem horfir mun Chris slá fyrra einstaklingsmet Eiríks í WOW cyclothon en hann var á Höfn um klukkan fjögur í nótt og var undir Hvannadalshnjúk nú um sjöleytið. Samkvæmt færslum hans á Instagram í morgunsárið neyddist hann til að hægja á sér vegna hóps af rollum sem skutluðu sér fyrir framan hann. Terri Huebler var í morgun komin langleiðina yfir Möðrudalsöræfin. Í nótt urðu töluverðar sviptingar á fremstu liðum í B-flokki. Lið World Class, Airport Direct og Advania eru nú þrjú fremst og virðast hafa skilið félaga sína í Fjallbræðrum eftir, en liðin unnu fjögur saman framan af. Fjallabræður hafa dregist nokkuð aftur úr fyrsta hóp og eru nú með Team Cyren, Securitas og Tindi hjá Fosshóli. A lið deCODE B er á svipuðum slóðum en samkvæmt korti er systurliðið deCODE J nú langt fyrir aftan.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15
Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04
Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00