Losa sig við áreitisvörnina til að fjölga körlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2019 11:31 Á hverjum degi opnast fyrir spjalltengingu við einn notanda sem hverfur svo á miðnætti. Eina leiðin til að halda spjallinu gangandi eftir miðnætti er ef báðir aðilar hafa valið að framlengja spjallið. skjáskot Aðstandendur íslenska stefnumótaforritsins The One telja að í upphaflegri útgáfu forritsins hafi verið að finna of stóra hindrun fyrir karlmenn. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að karlmenn þurfi ekki lengur á boðslykli að halda til að nota forritið. The One var ýtt úr vör í síðustu viku. Í forritinu fá notendur úthlutaðri einni manneskju á dag en það eina þeir sem sjá um hinn einstaklinginn er ein mynd, fornafn og fjarlægð frá notandanum. Notendur hafa svo til miðnættis til að spjalla saman og kynnast. Á miðnætti hverfur svo manneskjan að eilífu nema báðir aðilar vilji framlengja spjallið. Mikill kynjahalli hefur verið á forritinu frá fyrsta degi. Konur hafa verið langtum fleiri, þær voru þannig þrefalt fleiri en karlar á forritinu á mánudag, og segja aðstandendur The One að fyrir vikið hafi spjalltengingar oft orðið frekar kómískar. Ástæðan sé meðal annars mikill aldursmunur notenda. Upphaflega þurftu allir karlmenn að fá boðslykil frá konu úr forritinu, en það var gert til að minnka áreiti í garð kvenna að sögn aðstandenda The One. Þessi boðslykill er sagður ein helsta ástæða þess að illa hafi gengið að fjölga körlum á forritinu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að fleygja lyklinum.„Þó að fjöldi niðurhala frá karlmönnum hafi aukist töluvert undanfarið þá stendur boðslykillinn enn í vegi fyrir því að stór hluti karlmanna geti byrjað að nota appið. Forsvarsmenn The One hafa því ákveðið að fara aðra leið til að fá konur til að staðfesta karlmenn á appinu, en eftir hvert spjall við nýja notendur sem á sér stað eru konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum The One. Því geta allir sótt forritið t.d. hér að neðan, og byrjað að spjalla, en gerist einhver uppvís að áreiti og það tilkynnt dettur viðkomandi notandi út. „Eftir að hafa fengið töluverða endurgjöf frá notendum, rýnt í tölurnar og ráðfært okkur við fjölda fólks, höfum við ákveðið að fara þessa leið og segja skilið við boðslyklana að sinni. Við teljum þessa aðferð heilnæmari og líklegri til þess að skila tilætluðum árangri án þess að mismuna neinum,” er haft eftir Davíði Erni Símonarsyni, framkvæmdastjóra The One, í tilkynningunni. The One er komið út í App Store og á Google Play og er frítt fyrir alla. Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar á heimasíðu The One. Ástin og lífið Tækni Tengdar fréttir Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00 Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Aðstandendur íslenska stefnumótaforritsins The One telja að í upphaflegri útgáfu forritsins hafi verið að finna of stóra hindrun fyrir karlmenn. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að karlmenn þurfi ekki lengur á boðslykli að halda til að nota forritið. The One var ýtt úr vör í síðustu viku. Í forritinu fá notendur úthlutaðri einni manneskju á dag en það eina þeir sem sjá um hinn einstaklinginn er ein mynd, fornafn og fjarlægð frá notandanum. Notendur hafa svo til miðnættis til að spjalla saman og kynnast. Á miðnætti hverfur svo manneskjan að eilífu nema báðir aðilar vilji framlengja spjallið. Mikill kynjahalli hefur verið á forritinu frá fyrsta degi. Konur hafa verið langtum fleiri, þær voru þannig þrefalt fleiri en karlar á forritinu á mánudag, og segja aðstandendur The One að fyrir vikið hafi spjalltengingar oft orðið frekar kómískar. Ástæðan sé meðal annars mikill aldursmunur notenda. Upphaflega þurftu allir karlmenn að fá boðslykil frá konu úr forritinu, en það var gert til að minnka áreiti í garð kvenna að sögn aðstandenda The One. Þessi boðslykill er sagður ein helsta ástæða þess að illa hafi gengið að fjölga körlum á forritinu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að fleygja lyklinum.„Þó að fjöldi niðurhala frá karlmönnum hafi aukist töluvert undanfarið þá stendur boðslykillinn enn í vegi fyrir því að stór hluti karlmanna geti byrjað að nota appið. Forsvarsmenn The One hafa því ákveðið að fara aðra leið til að fá konur til að staðfesta karlmenn á appinu, en eftir hvert spjall við nýja notendur sem á sér stað eru konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum The One. Því geta allir sótt forritið t.d. hér að neðan, og byrjað að spjalla, en gerist einhver uppvís að áreiti og það tilkynnt dettur viðkomandi notandi út. „Eftir að hafa fengið töluverða endurgjöf frá notendum, rýnt í tölurnar og ráðfært okkur við fjölda fólks, höfum við ákveðið að fara þessa leið og segja skilið við boðslyklana að sinni. Við teljum þessa aðferð heilnæmari og líklegri til þess að skila tilætluðum árangri án þess að mismuna neinum,” er haft eftir Davíði Erni Símonarsyni, framkvæmdastjóra The One, í tilkynningunni. The One er komið út í App Store og á Google Play og er frítt fyrir alla. Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar á heimasíðu The One.
Ástin og lífið Tækni Tengdar fréttir Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00 Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00
Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31