Ef tré fellur í skógi Sif Sigmarsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 It was me And a gun And a man On my back And I sang „Holly Holy“ as he buttoned down his pants „Me and a gun“ er lag af fyrstu plötu tónlistarkonunnar Tori Amos sem kom út árið 1992. Lagið fjallar um það þegar Amos var nauðgað. Hún hafði nýlokið tónleikum á bar þegar einn fastagesta staðarins ógnaði henni með hníf og kom fram vilja sínum. Í síðustu viku voru tvær konur dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn í hinu svokallað Hlíðamáli. Hlíðamálið komst í hámæli árið 2015 eftir að fréttir voru fluttar af því að tveir menn væru grunaðir um hrottalegt kynferðisbrot í íbúð í Hlíðahverfi Reykjavíkur. Óhugur greip um sig. Tjáðu margir sig um málið á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum áður en að það var til lykta leitt en það var fellt niður í júní 2016 því það þótti ekki líklegt til sakfellingar að sögn vararíkissaksóknara. En það voru ekki málalyktir. Fjöldi fréttamanna og einstaklinga sem tjáðu sig um málið var dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli um mennina tvo. Þar að auki kærði lögmaður mannanna stúlkurnar fyrir rangar sakargiftir sem höfðu gefið þeim að sök að hafa nauðgað sér en því máli var vísað frá.Var Tori Amos nauðgað? Ef tré fellur í skógi og enginn er nærri, heyrist þá hljóð? Tori Amos leitaði ekki til lögreglu eftir að henni var nauðgað. Aldrei var gefin út ákæra og enginn var sakfelldur. Má Tori Amos segja frá því að henni hafi verið nauðgað? Má hún semja lag um það? Má hún segja hver nauðgaði henni? Má ég skrifa í Fréttablaðið að Tori Amos hafi verið nauðgað? Og ef enginn var dæmdur, var Tori Amos nauðgað? Ég var fórnarlamb auðkennisþjófnaðar fyrir skömmu þar sem ég bý í London. Óprúttnum aðilum tókst að plata þjónustufulltrúa í bankanum mínum til að senda mér nýtt debetkort. Þeir vöktuðu póstkassann minn og stálu kortinu úr kassanum þegar það barst. Síðan fóru þeir í hraðbanka og tæmdu reikninginn minn. Ég hafði samband við bankann sem endurgreiddi mér hina stolnu upphæð. Því næst hringdi ég á lögguna. Símsvari lögreglu Lundúnaborgar tjáði mér hins vegar að það væri svo mikið að gera að hún hefði ekki tök á að rannsaka minniháttar mál. Mér væri þó velkomið að fylla út eyðublað á netinu ef ég vildi. Mér fannst enginn tilgangur með því að fylla út eyðublað. Ég kærði ekkert til lögreglu. Enginn var dæmdur. Enginn efaðist þó um að þrjú hundruð pundum hefði verið stolið af reikningnum mínum. Saklaus uns sekt er sönnuð er grundvallarregla sem aldrei má víkja frá. Við verðum að horfast í augu við það að einstaklingur getur verið sakaður um nauðgun en reynst saklaus. En að sama skapi verðum við að horfast í augu við það að konur – og karlar – verða fyrir kynferðisofbeldi sem enginn er dæmdur fyrir. Kynferðisafbrotamál eru í flestum tilfellum látin niður falla þar sem líkur á sakfellingu þykja litlar. Fórnarlömb þora oft ekki að stíga fram – eða þeim finnst ekki taka því. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur tók hópur fólks saman höndum og stofnaði málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að „draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi“. Hvar hefst réttur manns til æru og hvar lýkur rétti konu til að tjá sig um atburði eigin lífs? Þetta er flókið. Þetta er ekki svart og hvítt. En það gengur ekki að dómstólar séu notaðir sem ógn til að kefla þolendur ofbeldis, múlbinda þá sem berjast gegn því og kæfa í fæðingu þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað um kynferðislegt ofbeldi undanfarin misseri. Ég ætla að gefa í málfrelsissjóðinn. Ég vona að þú gerir það líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
It was me And a gun And a man On my back And I sang „Holly Holy“ as he buttoned down his pants „Me and a gun“ er lag af fyrstu plötu tónlistarkonunnar Tori Amos sem kom út árið 1992. Lagið fjallar um það þegar Amos var nauðgað. Hún hafði nýlokið tónleikum á bar þegar einn fastagesta staðarins ógnaði henni með hníf og kom fram vilja sínum. Í síðustu viku voru tvær konur dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn í hinu svokallað Hlíðamáli. Hlíðamálið komst í hámæli árið 2015 eftir að fréttir voru fluttar af því að tveir menn væru grunaðir um hrottalegt kynferðisbrot í íbúð í Hlíðahverfi Reykjavíkur. Óhugur greip um sig. Tjáðu margir sig um málið á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum áður en að það var til lykta leitt en það var fellt niður í júní 2016 því það þótti ekki líklegt til sakfellingar að sögn vararíkissaksóknara. En það voru ekki málalyktir. Fjöldi fréttamanna og einstaklinga sem tjáðu sig um málið var dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli um mennina tvo. Þar að auki kærði lögmaður mannanna stúlkurnar fyrir rangar sakargiftir sem höfðu gefið þeim að sök að hafa nauðgað sér en því máli var vísað frá.Var Tori Amos nauðgað? Ef tré fellur í skógi og enginn er nærri, heyrist þá hljóð? Tori Amos leitaði ekki til lögreglu eftir að henni var nauðgað. Aldrei var gefin út ákæra og enginn var sakfelldur. Má Tori Amos segja frá því að henni hafi verið nauðgað? Má hún semja lag um það? Má hún segja hver nauðgaði henni? Má ég skrifa í Fréttablaðið að Tori Amos hafi verið nauðgað? Og ef enginn var dæmdur, var Tori Amos nauðgað? Ég var fórnarlamb auðkennisþjófnaðar fyrir skömmu þar sem ég bý í London. Óprúttnum aðilum tókst að plata þjónustufulltrúa í bankanum mínum til að senda mér nýtt debetkort. Þeir vöktuðu póstkassann minn og stálu kortinu úr kassanum þegar það barst. Síðan fóru þeir í hraðbanka og tæmdu reikninginn minn. Ég hafði samband við bankann sem endurgreiddi mér hina stolnu upphæð. Því næst hringdi ég á lögguna. Símsvari lögreglu Lundúnaborgar tjáði mér hins vegar að það væri svo mikið að gera að hún hefði ekki tök á að rannsaka minniháttar mál. Mér væri þó velkomið að fylla út eyðublað á netinu ef ég vildi. Mér fannst enginn tilgangur með því að fylla út eyðublað. Ég kærði ekkert til lögreglu. Enginn var dæmdur. Enginn efaðist þó um að þrjú hundruð pundum hefði verið stolið af reikningnum mínum. Saklaus uns sekt er sönnuð er grundvallarregla sem aldrei má víkja frá. Við verðum að horfast í augu við það að einstaklingur getur verið sakaður um nauðgun en reynst saklaus. En að sama skapi verðum við að horfast í augu við það að konur – og karlar – verða fyrir kynferðisofbeldi sem enginn er dæmdur fyrir. Kynferðisafbrotamál eru í flestum tilfellum látin niður falla þar sem líkur á sakfellingu þykja litlar. Fórnarlömb þora oft ekki að stíga fram – eða þeim finnst ekki taka því. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur tók hópur fólks saman höndum og stofnaði málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að „draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi“. Hvar hefst réttur manns til æru og hvar lýkur rétti konu til að tjá sig um atburði eigin lífs? Þetta er flókið. Þetta er ekki svart og hvítt. En það gengur ekki að dómstólar séu notaðir sem ógn til að kefla þolendur ofbeldis, múlbinda þá sem berjast gegn því og kæfa í fæðingu þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað um kynferðislegt ofbeldi undanfarin misseri. Ég ætla að gefa í málfrelsissjóðinn. Ég vona að þú gerir það líka.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun