Sorgarhelgi Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 12. júní 2019 08:15 Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var. Þegar slysin dynja yfir eiga margir um sárt að binda. Persónur kveðja, önnur liggja slösuð og ástvinir þjást og syrgja. Við hugsum líka til þeirra sem mæta fyrst á vettvang eftir að allt er breytt og fá það hlutverk að bjarga því sem bjargað verður. Þau eru fólkið sem fyrst áttar sig á því sem orðið er. Þetta fólk fær það verkefni að halda ró sinni við erfiðar aðstæður, sýna algera yfirvegun og starfa sem einn maður í þágu vonarinnar. Eitt augnablik birtist fregnin í fjölmiðlum og við finnum til. En þau sem eiga hliðstæða reynslu finna hvernig sárin opnast hið innra og gamall sársauki minnir á sig. Á svona dögum er ég alltaf svo þakklát að búa í litlu landi þar sem áföllin verða svo miklu meira en frétt þegar samkenndin kemur eins og hlýr andvari, sorginni er deilt og engum stendur á sama. Það er rétt sem sagt er, að léttar raunir eru málgefnar en þungar sorgir þöglar. Samt verðum við að tala um flugslysið við Múlakot og ekki síst við unga fólkið okkar því við finnum öll til. Ég bið þess að himneskir og jarðneskir englar umvefji þau sem látin eru, þau sem eru slösuð og þau öll sem hafa misst. Einnig hugsum við til viðbragðsaðilanna allra sem hafa lagt mikið af mörkum og gert sitt besta. Öll slys af þessu tagi búa í minni þjóðarinnar líkt og ör á þjóðarlíkamanum. Hvítasunnuhelgin 2019, með blíðviðri sínu og sól, verður um ókomna tíð sorgarhelgi í minni þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var. Þegar slysin dynja yfir eiga margir um sárt að binda. Persónur kveðja, önnur liggja slösuð og ástvinir þjást og syrgja. Við hugsum líka til þeirra sem mæta fyrst á vettvang eftir að allt er breytt og fá það hlutverk að bjarga því sem bjargað verður. Þau eru fólkið sem fyrst áttar sig á því sem orðið er. Þetta fólk fær það verkefni að halda ró sinni við erfiðar aðstæður, sýna algera yfirvegun og starfa sem einn maður í þágu vonarinnar. Eitt augnablik birtist fregnin í fjölmiðlum og við finnum til. En þau sem eiga hliðstæða reynslu finna hvernig sárin opnast hið innra og gamall sársauki minnir á sig. Á svona dögum er ég alltaf svo þakklát að búa í litlu landi þar sem áföllin verða svo miklu meira en frétt þegar samkenndin kemur eins og hlýr andvari, sorginni er deilt og engum stendur á sama. Það er rétt sem sagt er, að léttar raunir eru málgefnar en þungar sorgir þöglar. Samt verðum við að tala um flugslysið við Múlakot og ekki síst við unga fólkið okkar því við finnum öll til. Ég bið þess að himneskir og jarðneskir englar umvefji þau sem látin eru, þau sem eru slösuð og þau öll sem hafa misst. Einnig hugsum við til viðbragðsaðilanna allra sem hafa lagt mikið af mörkum og gert sitt besta. Öll slys af þessu tagi búa í minni þjóðarinnar líkt og ör á þjóðarlíkamanum. Hvítasunnuhelgin 2019, með blíðviðri sínu og sól, verður um ókomna tíð sorgarhelgi í minni þjóðarinnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun