Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti borgarlínusamning: „Frjálslyndari öfl Sjálfstæðisflokksins“ með þrjú sæti í bæjarstjórn Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 19:39 Karl Pétur fagnar niðurstöðu fundarins. Vísir Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“ Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00
Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06