Jólaboðið 1977 Davíð Stefánsson skrifar 13. júní 2019 07:00 Ein af stærri fréttum síðustu viku var skráning Marel í kauphöllinni í Amsterdam. Undir forystu stjórnenda með skýra sýn og með stuðningi fjárfesta er hátæknifyrirtækið orðið leiðandi á alþjóðavísu í matvælaiðnaði. Hjá félaginu starfa sex þúsund manns í 30 löndum við að þjónusta viðskiptamenn í 180 ríkjum. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 420 milljarðar króna. Aldrei ætti að vanmeta gildi góðra jólaboða. Sagt er að viðskiptahugmyndin að baki Marel hafi fæðst í einu slíku árið 1977. Vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Marel var síðan formlega stofnað árið 1983 þegar aðilar úr sjávarútvegi komu til liðs við frumkvöðlana í háskólanum. Ástæða er til að minna á rætur Marel í íslensku vísindasamfélagi. Saga Marel sýnir mikilvægi vísinda og háskóla í framþróun atvinnulífsins. Hún undirstrikar nauðsyn þess að við hlúum vel að nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þar er að finna hreyfiafl nýrra framleiðsluhátta með uppbroti ríkjandi hugmynda og sífelldri sköpun og endurmati. Það krefst þolinmæði og skilnings á því að margar hugmyndir munu ekki ganga upp. En þær fáu sem að endingu ganga upp verða forsenda aukinnar hagsældar. Með þetta í huga er ástæða til bjartsýni þegar horft er til þeirra mörgu sprota- og hátæknifyrirtækja sem starfa hér á landi. Ef við Íslendingar viljum viðhalda óbreyttum lífsgæðum verðum við að auka útflutningsverðmæti okkar um milljarð á viku næstu tuttugu árin. Það verður einungis gert með því að skapa athafnalífi umhverfi vaxtar og samkeppnishæfni. Þá þarf hófsemi í umfangi og afskiptum ríkisins, en einnig meiri stuðning við frumkvöðla, sterkt vísindasamfélag og öfluga háskóla. Ísland býr sem betur fer við opna markaði. Forskot á aðra kemur með fjölþjóðlegu hugviti og samvinnu. Sú umgjörð sem við búum atvinnulífinu í harðri alþjóðasamkeppni skiptir því öllu máli. Þar hallar verulega á íslensk fyrirtæki vegna óstöðugleika þess örgjaldmiðils sem krónan er. Rekstrarforsendur breytast sífellt við það að krónan styrkist eða veikist. Samkeppnishæfni til lengri tíma veikist. Á sameiginlegum markaði Evrópu skiptir miklu að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. Miðað við það óhagræði sem er af krónunni er merkilegt að sjá hvað atvinnulífið og samfélagið hefur þó spjarað sig. Það var fróðlegt að hlusta á Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel, á síðasta Iðnþingi. Þar spurði hann hvernig í ósköpunum lítil íslensk iðnfyrirtæki gætu starfað í núverandi vaxtaumhverfi. Marel fjármagnaði sig á 1-2% vöxtum. Smærri iðnfyrirtæki á Íslandi eru í samkeppni við þetta vaxtastig. Að auki þurfi íslensk fyrirtæki að greiða hærri laun vegna hárra vaxta hér á landi til að fólk sé jafnsett öðrum í Evrópu. Slíkt gengur varla til lengdar. Leggjum við hlustir í jólaboðum framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ein af stærri fréttum síðustu viku var skráning Marel í kauphöllinni í Amsterdam. Undir forystu stjórnenda með skýra sýn og með stuðningi fjárfesta er hátæknifyrirtækið orðið leiðandi á alþjóðavísu í matvælaiðnaði. Hjá félaginu starfa sex þúsund manns í 30 löndum við að þjónusta viðskiptamenn í 180 ríkjum. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 420 milljarðar króna. Aldrei ætti að vanmeta gildi góðra jólaboða. Sagt er að viðskiptahugmyndin að baki Marel hafi fæðst í einu slíku árið 1977. Vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Marel var síðan formlega stofnað árið 1983 þegar aðilar úr sjávarútvegi komu til liðs við frumkvöðlana í háskólanum. Ástæða er til að minna á rætur Marel í íslensku vísindasamfélagi. Saga Marel sýnir mikilvægi vísinda og háskóla í framþróun atvinnulífsins. Hún undirstrikar nauðsyn þess að við hlúum vel að nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þar er að finna hreyfiafl nýrra framleiðsluhátta með uppbroti ríkjandi hugmynda og sífelldri sköpun og endurmati. Það krefst þolinmæði og skilnings á því að margar hugmyndir munu ekki ganga upp. En þær fáu sem að endingu ganga upp verða forsenda aukinnar hagsældar. Með þetta í huga er ástæða til bjartsýni þegar horft er til þeirra mörgu sprota- og hátæknifyrirtækja sem starfa hér á landi. Ef við Íslendingar viljum viðhalda óbreyttum lífsgæðum verðum við að auka útflutningsverðmæti okkar um milljarð á viku næstu tuttugu árin. Það verður einungis gert með því að skapa athafnalífi umhverfi vaxtar og samkeppnishæfni. Þá þarf hófsemi í umfangi og afskiptum ríkisins, en einnig meiri stuðning við frumkvöðla, sterkt vísindasamfélag og öfluga háskóla. Ísland býr sem betur fer við opna markaði. Forskot á aðra kemur með fjölþjóðlegu hugviti og samvinnu. Sú umgjörð sem við búum atvinnulífinu í harðri alþjóðasamkeppni skiptir því öllu máli. Þar hallar verulega á íslensk fyrirtæki vegna óstöðugleika þess örgjaldmiðils sem krónan er. Rekstrarforsendur breytast sífellt við það að krónan styrkist eða veikist. Samkeppnishæfni til lengri tíma veikist. Á sameiginlegum markaði Evrópu skiptir miklu að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. Miðað við það óhagræði sem er af krónunni er merkilegt að sjá hvað atvinnulífið og samfélagið hefur þó spjarað sig. Það var fróðlegt að hlusta á Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel, á síðasta Iðnþingi. Þar spurði hann hvernig í ósköpunum lítil íslensk iðnfyrirtæki gætu starfað í núverandi vaxtaumhverfi. Marel fjármagnaði sig á 1-2% vöxtum. Smærri iðnfyrirtæki á Íslandi eru í samkeppni við þetta vaxtastig. Að auki þurfi íslensk fyrirtæki að greiða hærri laun vegna hárra vaxta hér á landi til að fólk sé jafnsett öðrum í Evrópu. Slíkt gengur varla til lengdar. Leggjum við hlustir í jólaboðum framtíðarinnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun