Helgi Áss segir fisk undir steini vegna brottvikningar Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2019 11:07 Helgi Áss telur einsýnt að eitthvað búi að baki því að hann var látinn fara frá Háskóla Íslands en þar hefur hann verið vel liðinn kennari. Skrifstofa rektors segir málið ekki svo einfalt. Kristinn Ingvarsson Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“ Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira