Korthöfum í Costco fækkar Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 13:24 Stuðningsfólk Miðflokksins er líklegast til að eiga Costco-kort. Fréttablaðið/Ernir Korthöfum í Costco hefur fækkað um 18 prósent á einu ári, ef marka má könnun MMR. Þessi bandaríski heildsölurisi hóf innreið sína á íslenskan markað snemmsumars árið 2017 en í janúar í fyrra sýndi könnun MMR að 71 prósent landsmanna væri með aðildarkort í Costco. MMR endurtók á dögunum mælinguna frá 2018 og í ljós kom að nokkuð færri Íslendingar eru með virkt Costco aðildarkort nú heldur en við síðustu mælingu. Er nú rúmlega helmingur (53%) Íslendinga með virkt aðildarkort í Costco samanborið við 71% landsmanna í upphafi árs 2018. Á sama tíma og þeim hefur fækkað sem eru með virkt Costco aðildarkort hefur hlutfalli þeirra sem hyggjast endurnýja kortið aukist. Hyggjast nú 78% þeirra sem hafa virkt aðildarkort endurnýja kortið þegar þar að kemur samanborið við 60% í janúar 2018. Fólk á aldrinum 30-49 ára (62%) og 50-67 ára (60%) reyndist líklegra en fólk í öðrum aldurshópum til að hafa virkt Costco aðildarkort. Þá reyndist fólk á aldrinum 50-67 ívið líklegra en aðrir til að ætla að endurnýja Costco aðild sína eða 85%. Höfuðborgarbúar (58%) reyndust líklegri til að vera með Costco aðildarkort heldur en íbúar landsbyggðarinnar (42%) en hlutfall þeirra sem hugðust endurnýja aðildina var nokkuð jafnt eða tæp 80% bæði hjá höfuðborgarbúum og íbúum landsbyggðarinnar. Nokkur munur var á Costco aðild eftir stjórnmálaviðhorfum. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist hvað líklegast til að vera með Costco aðildarkort eða 72%. Um helmingur stuðningsfólks Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar voru með virkt aðildarkort en einungis 34% stuðningsfólks Vinstri grænna. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist jafnframt líklegast til að ætla að endurnýja Costco aðild sína eða 91%. Costco Garðabær Neytendur Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Korthöfum í Costco hefur fækkað um 18 prósent á einu ári, ef marka má könnun MMR. Þessi bandaríski heildsölurisi hóf innreið sína á íslenskan markað snemmsumars árið 2017 en í janúar í fyrra sýndi könnun MMR að 71 prósent landsmanna væri með aðildarkort í Costco. MMR endurtók á dögunum mælinguna frá 2018 og í ljós kom að nokkuð færri Íslendingar eru með virkt Costco aðildarkort nú heldur en við síðustu mælingu. Er nú rúmlega helmingur (53%) Íslendinga með virkt aðildarkort í Costco samanborið við 71% landsmanna í upphafi árs 2018. Á sama tíma og þeim hefur fækkað sem eru með virkt Costco aðildarkort hefur hlutfalli þeirra sem hyggjast endurnýja kortið aukist. Hyggjast nú 78% þeirra sem hafa virkt aðildarkort endurnýja kortið þegar þar að kemur samanborið við 60% í janúar 2018. Fólk á aldrinum 30-49 ára (62%) og 50-67 ára (60%) reyndist líklegra en fólk í öðrum aldurshópum til að hafa virkt Costco aðildarkort. Þá reyndist fólk á aldrinum 50-67 ívið líklegra en aðrir til að ætla að endurnýja Costco aðild sína eða 85%. Höfuðborgarbúar (58%) reyndust líklegri til að vera með Costco aðildarkort heldur en íbúar landsbyggðarinnar (42%) en hlutfall þeirra sem hugðust endurnýja aðildina var nokkuð jafnt eða tæp 80% bæði hjá höfuðborgarbúum og íbúum landsbyggðarinnar. Nokkur munur var á Costco aðild eftir stjórnmálaviðhorfum. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist hvað líklegast til að vera með Costco aðildarkort eða 72%. Um helmingur stuðningsfólks Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar voru með virkt aðildarkort en einungis 34% stuðningsfólks Vinstri grænna. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist jafnframt líklegast til að ætla að endurnýja Costco aðild sína eða 91%.
Costco Garðabær Neytendur Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira