Krefur BBC um útskýringar vegna brandara um að kasta sýru í stjórnmálafólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 08:40 May hefur krafið BBC svara um hvers vegna brandarinn var settur í loftið. Getty/NurPhoto Theresa May, starfandi forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir svörum frá ríkisútvarpi Bretlands, BBC, um hvers vegna brandari sem snerist um að kasta rafgeymasýru í stjórnmálafólk var settur í loftið í einum af útvarpsþáttum stofnunarinnar. BBC segir gesti þátta sinna oft reyna að ögra, en að varast ætti að taka þá alvarlega í öllum tilfellum. Grínistinn og leikkonan Jo Brand var gestur útvarpsþáttarins Heresy á BBC þegar hún lét ummælin falla. Þau komu í kjölfar umræðu um mótmæli sem hafa farið hátt í fjölmiðlum að undanförnu, þar sem mjólkurhristingum hefur verið hent í stjórnmálamenn á hægri væng breskra stjórnmála. Sky News greinir frá þessu. „Ég myndi segja að nokkrir ógeðfelldir einstaklingar [stjórnmálamennirnir sem hafa fengið yfir sig mjólkurhristinga] séu í forgrunni þessa máls. Það er mjög, mjög auðvalt að hata þá og ég er eiginlega að hugsa: „Til hvers að vera að ómaka sig með mjólkurhristingum þegar þú getur náð þér í rafgeymasýru,““ sagði Brand. „Það er bara ég. Ég ætla ekki að gera þetta. Þetta er hrein og klár fantasía. En mér finnst mjólkurhristingar vera aumkunarverðir, mér finnst það í alvöru. Því miður,“ hélt Brand áfram.Ekki eru allir sáttir með grín Jo Brand.Getty/Ollie MillingtonÍhaldsfólk ósátt með ummælin Talsmaður forsætisráðherrans segir May ætíð hafa sagt stjórnmálamenn eiga að geta boðið sig fram án þess að eiga á hættu að vera áreittir, ógnað eða beittir ofbeldi á einhvern hátt. „Það er hlutverk BBC að útskýra hvers vegna þótti viðeigandi að útvarpa þessum ummælum.“ Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, er einn þeirra sem hefur orðið fyrir mjólkurhristingi. Í síðasta mánuði fékk hann yfir sig einn slíkan á kosningafundi í Newcastle. Farage sakar Brand um að ýta undir ofbeldi og segist telja lögregluna þurfa að aðhafast í málinu. BBC ver ummælin Talskona BBC segir Heresy vera gamalgróinn grínþátt og að titill hans, sem á Íslensku myndi útlistast sem „Trúvilla,“ gefi til kynna að gestir þáttarins kunni að vilja ögra hlustendum og fara gegn félagslegum venjum, án þess að allt sem þeir segi sé tekið alvarlega. Coren Mitchell, þáttastjórnandi Heresy, sagðist í lok umrædds þáttar vona að ummæli Brand hafi ekki móðgað neinn en benti á að markmið þáttarins væri að „reyna á þolmörk þess sem má og má ekki segja.“Nigel Farage, hér útataður í mjólkurhristing.Getty/Ian Forsyth Bretland Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Theresa May, starfandi forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir svörum frá ríkisútvarpi Bretlands, BBC, um hvers vegna brandari sem snerist um að kasta rafgeymasýru í stjórnmálafólk var settur í loftið í einum af útvarpsþáttum stofnunarinnar. BBC segir gesti þátta sinna oft reyna að ögra, en að varast ætti að taka þá alvarlega í öllum tilfellum. Grínistinn og leikkonan Jo Brand var gestur útvarpsþáttarins Heresy á BBC þegar hún lét ummælin falla. Þau komu í kjölfar umræðu um mótmæli sem hafa farið hátt í fjölmiðlum að undanförnu, þar sem mjólkurhristingum hefur verið hent í stjórnmálamenn á hægri væng breskra stjórnmála. Sky News greinir frá þessu. „Ég myndi segja að nokkrir ógeðfelldir einstaklingar [stjórnmálamennirnir sem hafa fengið yfir sig mjólkurhristinga] séu í forgrunni þessa máls. Það er mjög, mjög auðvalt að hata þá og ég er eiginlega að hugsa: „Til hvers að vera að ómaka sig með mjólkurhristingum þegar þú getur náð þér í rafgeymasýru,““ sagði Brand. „Það er bara ég. Ég ætla ekki að gera þetta. Þetta er hrein og klár fantasía. En mér finnst mjólkurhristingar vera aumkunarverðir, mér finnst það í alvöru. Því miður,“ hélt Brand áfram.Ekki eru allir sáttir með grín Jo Brand.Getty/Ollie MillingtonÍhaldsfólk ósátt með ummælin Talsmaður forsætisráðherrans segir May ætíð hafa sagt stjórnmálamenn eiga að geta boðið sig fram án þess að eiga á hættu að vera áreittir, ógnað eða beittir ofbeldi á einhvern hátt. „Það er hlutverk BBC að útskýra hvers vegna þótti viðeigandi að útvarpa þessum ummælum.“ Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, er einn þeirra sem hefur orðið fyrir mjólkurhristingi. Í síðasta mánuði fékk hann yfir sig einn slíkan á kosningafundi í Newcastle. Farage sakar Brand um að ýta undir ofbeldi og segist telja lögregluna þurfa að aðhafast í málinu. BBC ver ummælin Talskona BBC segir Heresy vera gamalgróinn grínþátt og að titill hans, sem á Íslensku myndi útlistast sem „Trúvilla,“ gefi til kynna að gestir þáttarins kunni að vilja ögra hlustendum og fara gegn félagslegum venjum, án þess að allt sem þeir segi sé tekið alvarlega. Coren Mitchell, þáttastjórnandi Heresy, sagðist í lok umrædds þáttar vona að ummæli Brand hafi ekki móðgað neinn en benti á að markmið þáttarins væri að „reyna á þolmörk þess sem má og má ekki segja.“Nigel Farage, hér útataður í mjólkurhristing.Getty/Ian Forsyth
Bretland Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30