Leiðtogi umdeilds sértrúarsafnaðar látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 11:57 Hamilton-Byrne stofnaði Fjölskylduna á sjöunda áratug síðustu aldar. Getty Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína. Andlát Ástralía Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína.
Andlát Ástralía Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira