Jón Steinar segir rektor HR fara með tilhæfulausar dylgjur í réttarsal Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2019 19:06 Jón Steinar segir Ara Kristinn rektor fara fram með ósannaðan rógburð á hendur Kristni Sigurjónssyni. visir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40
Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00