Fólkinu fylgt Davíð Þorláksson skrifar 19. júní 2019 07:00 Það var sérstakt hvernig könnun sem MMR gerði um afstöðu til 3. orkupakkans var kynnt í byrjun maí. Því var haldið fram að hún sýndi að helmingur landsmanna væri á móti honum og um 30% hlynnt. Hið rétta er að 36% eru andvíg, 21% hlynnt og 43% tóku ekki afstöðu. Fyrrnefndu tölurnar fást ef bara er skoðuð afstaða þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir að flestum er sama um 3. orkupakkann sem kemur ekki á óvart. Það má þá hins vegar deila um það hversu skynsamlegt það er þá af manni að vera að skrifa í þriðja skipti Bakþanka um 3. orkupakkann. Af þeim sem taka afstöðu er fleira stuðningsfólk stjórnarflokkanna andvígt en hlynnt 3. orkupakkanum. Sumir hafa notað þessa niðurstöðu sem rök fyrir því að stjórnarflokkarnir séu á rangri leið. Í því samhengi er mikilvægt að átta sig á því að stjórnmálaleiðtogar sem vilja láta taka sig alvarlega eiga ekki að elta almenningsálitið, heldur að móta það. Ekki að fylgja kjósendum, heldur fá kjósendur til að fylgja sér. Hlutverk stjórnmálaleiðtoga er að sannfæra sem flesta um að grunngildi þeirra séu best til að búa til betra samfélag. Það er enginn vafi á því að íslenskt samfélag er betra vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hluti af því að standa vörð um hana er að klára innleiðingu 3. orkupakkans. Röksemdafærsla andstæðinga orkupakkans minnir á tilvitnun sem stundum er eignuð franska stjórnmálamanninum Alexandre Auguste Ledru-Rollin: „Ég verð að fylgja fólkinu, því ég er leiðtogi þess.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var sérstakt hvernig könnun sem MMR gerði um afstöðu til 3. orkupakkans var kynnt í byrjun maí. Því var haldið fram að hún sýndi að helmingur landsmanna væri á móti honum og um 30% hlynnt. Hið rétta er að 36% eru andvíg, 21% hlynnt og 43% tóku ekki afstöðu. Fyrrnefndu tölurnar fást ef bara er skoðuð afstaða þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir að flestum er sama um 3. orkupakkann sem kemur ekki á óvart. Það má þá hins vegar deila um það hversu skynsamlegt það er þá af manni að vera að skrifa í þriðja skipti Bakþanka um 3. orkupakkann. Af þeim sem taka afstöðu er fleira stuðningsfólk stjórnarflokkanna andvígt en hlynnt 3. orkupakkanum. Sumir hafa notað þessa niðurstöðu sem rök fyrir því að stjórnarflokkarnir séu á rangri leið. Í því samhengi er mikilvægt að átta sig á því að stjórnmálaleiðtogar sem vilja láta taka sig alvarlega eiga ekki að elta almenningsálitið, heldur að móta það. Ekki að fylgja kjósendum, heldur fá kjósendur til að fylgja sér. Hlutverk stjórnmálaleiðtoga er að sannfæra sem flesta um að grunngildi þeirra séu best til að búa til betra samfélag. Það er enginn vafi á því að íslenskt samfélag er betra vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hluti af því að standa vörð um hana er að klára innleiðingu 3. orkupakkans. Röksemdafærsla andstæðinga orkupakkans minnir á tilvitnun sem stundum er eignuð franska stjórnmálamanninum Alexandre Auguste Ledru-Rollin: „Ég verð að fylgja fólkinu, því ég er leiðtogi þess.“
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun