Gömul hné Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun