Sturluð stemning hjá mæðginum í Madríd Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 3. júní 2019 08:00 Magnús og Hanna fóru til Madríd þrátt fyrir að eiga ekki miða á úrslitaleikinn. Magnús Már Einarsson „Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira