4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. júní 2019 21:00 Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. Fjöldamorðin sem þarna voru framin voru til marks um rökþrot ráðamanna í alræðisríki andspænis lýðræðishreyfingu nýrrar kynslóðar um þjóðfélagsumbætur, lýðréttindi og aukið persónulegt frelsi. Viðbrögð ráðamanna voru í engu samræmi við tilefnið. Á hinn bóginn eru ofsafengin viðbrögð innbyggð í alræðisskipulagið þar sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda á sama hátt og í löndum þar sem stjórnmálamenn öðlast umboð almennings í frjálsum kosningum.Æ síðan hefur þessi dagsetning, 4. júní, verið bannorð. Hún er ekki nefnd í skólabókum og ófinnanleg á Netinu. Stjórnvöld hafa lagt sig fram um að þegja hana í hel og bannað alla umfjöllun að viðlögðum refsingum. Það hefur þeim tekist svo vel að heilu kynslóðirnar í landinu hafa vaxið úr grasi án þess að hafa grænan grun það sem þarna gerðist. Svo eru öll hin sem meta þau hyggindi sem í hag koma og leiða ótíðindin hjá sér. En auðvitað er fólki vorkunn, sérstaklega á allra seinustu árum eftir að stafrænt einræði – digital dictatorship – náði flugi í landinu með áður óþekktu stigi eftirlits og þar með ágengu taumhaldi á íbúunum. Fyrst eftir fjöldamorðin voru kínversk stjórnvöld í skammarkrók almenningsálitsins í heiminum og ráðamenn sem sóttu Beijing heim voru ódeigir að lesa þeim pistilinn í mannréttindamálum. Þetta er náttúrlega löngu liðin tíð og kínversk stjórnvöld sloppin úr sínum skammarkrók. Ýmsir vilja meina að þau hafi framleitt sig út úr honum. Eða hver vill setja sig upp á móti þeim sem mest efnahagslegt bolmagn hafa, með þeim afleiðingum sem það gæti haft? Á seinni árum þykir mér farið að bera á því sjónarmiði að minningin um þessi fjöldamorð megi fara að sökkva í djúp gleymskunnar; langt sé um liðið og tími til kominn að kasta þessum syndum á bak við sig eins og segir í gamla hjálpræðisherssálminum. Á árunum þrjátíu sem liðin eru hafi Kína hvort sem er tekið hamskiptum með ótrúlegum efnahagsframförum og bættum lífskjörum og sé orðið óþekkjanlegt frá því sem áður var. Víst er mikið til í þessu síðastnefnda en hitt er jafnsatt að sama valdaapparat stjórnar landinu nú og þá og ber því áfram fulla ábyrgð á því sem gerðist. Meðan kínversk stjórnvöld sýna hvorki vott af iðrun né neinn lit á að gera þetta mál upp skal ég fyrir mitt leyti vera eins og rispuð plata uppá það að halda minningunni vakandi, hér eftir sem hingað til. Minna má það ekki vera til að heiðra það unga fólk sem herinn drap á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum og hafði drýgt þann eina glæp að kalla eftir umbótum í lýðræðisátt. Það verður heldur ekki nógsamlega minnt á að ef alræðisyfirvöld, hver sem þau eru, komast upp með óhæfuverk án afleiðinga er alltaf aukin hætta á að sagan endurtaki sig.Höfundur er þýðandi. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Tengdar fréttir Óuppgert voðaverk Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 4. júní 2014 07:00 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. Fjöldamorðin sem þarna voru framin voru til marks um rökþrot ráðamanna í alræðisríki andspænis lýðræðishreyfingu nýrrar kynslóðar um þjóðfélagsumbætur, lýðréttindi og aukið persónulegt frelsi. Viðbrögð ráðamanna voru í engu samræmi við tilefnið. Á hinn bóginn eru ofsafengin viðbrögð innbyggð í alræðisskipulagið þar sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda á sama hátt og í löndum þar sem stjórnmálamenn öðlast umboð almennings í frjálsum kosningum.Æ síðan hefur þessi dagsetning, 4. júní, verið bannorð. Hún er ekki nefnd í skólabókum og ófinnanleg á Netinu. Stjórnvöld hafa lagt sig fram um að þegja hana í hel og bannað alla umfjöllun að viðlögðum refsingum. Það hefur þeim tekist svo vel að heilu kynslóðirnar í landinu hafa vaxið úr grasi án þess að hafa grænan grun það sem þarna gerðist. Svo eru öll hin sem meta þau hyggindi sem í hag koma og leiða ótíðindin hjá sér. En auðvitað er fólki vorkunn, sérstaklega á allra seinustu árum eftir að stafrænt einræði – digital dictatorship – náði flugi í landinu með áður óþekktu stigi eftirlits og þar með ágengu taumhaldi á íbúunum. Fyrst eftir fjöldamorðin voru kínversk stjórnvöld í skammarkrók almenningsálitsins í heiminum og ráðamenn sem sóttu Beijing heim voru ódeigir að lesa þeim pistilinn í mannréttindamálum. Þetta er náttúrlega löngu liðin tíð og kínversk stjórnvöld sloppin úr sínum skammarkrók. Ýmsir vilja meina að þau hafi framleitt sig út úr honum. Eða hver vill setja sig upp á móti þeim sem mest efnahagslegt bolmagn hafa, með þeim afleiðingum sem það gæti haft? Á seinni árum þykir mér farið að bera á því sjónarmiði að minningin um þessi fjöldamorð megi fara að sökkva í djúp gleymskunnar; langt sé um liðið og tími til kominn að kasta þessum syndum á bak við sig eins og segir í gamla hjálpræðisherssálminum. Á árunum þrjátíu sem liðin eru hafi Kína hvort sem er tekið hamskiptum með ótrúlegum efnahagsframförum og bættum lífskjörum og sé orðið óþekkjanlegt frá því sem áður var. Víst er mikið til í þessu síðastnefnda en hitt er jafnsatt að sama valdaapparat stjórnar landinu nú og þá og ber því áfram fulla ábyrgð á því sem gerðist. Meðan kínversk stjórnvöld sýna hvorki vott af iðrun né neinn lit á að gera þetta mál upp skal ég fyrir mitt leyti vera eins og rispuð plata uppá það að halda minningunni vakandi, hér eftir sem hingað til. Minna má það ekki vera til að heiðra það unga fólk sem herinn drap á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum og hafði drýgt þann eina glæp að kalla eftir umbótum í lýðræðisátt. Það verður heldur ekki nógsamlega minnt á að ef alræðisyfirvöld, hver sem þau eru, komast upp með óhæfuverk án afleiðinga er alltaf aukin hætta á að sagan endurtaki sig.Höfundur er þýðandi. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Óuppgert voðaverk Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 4. júní 2014 07:00
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar