Formanni ÖBÍ misboðið yfir „frekjukasti“ forseta Alþingis Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 17:37 Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Hanna Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir málflutning Steingríms J. Sigfússonar harðlega í pistli sem birtist á vef Öryrkjabandalagsins í gær. Ástæða skrifanna er atvik á Alþingi síðastliðinn þriðjudag þar sem Steingrímur vék úr stóli forseta til þess að svara tilfinningaþrunginni ræðu Ingu Sæland.Sjá einnig: Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Í ræðu sinni sagði Inga velferðarstjórn eftirhrunsáranna hafa sett á krónu á móti krónu skerðingu því henni hefði þótt ástæða til að „seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu“. Þessi orð Ingu fóru illa í Steingrím sem líkt og áður sagði vék úr stóli forseta til þess að veita mótsvar. Hann sagðist ekki oft blanda sér í pólitískar umræður vegna stöðu sinnar en hann gæti ekki setið þegjandi undir „rangfærslum og óhróðri“. „Það er rangt að sú ríkisstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem er rétt er að Jóhanna Sigurðardóttir sem félagsmálaráðherra kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostlega réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag og ég er orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra eru komin þegar nánast enginn talar orðið um þann hóp félagsmannanna sem er lakast settur og ekkert hefur annað en strípaðar greiðslurnar,“ sagði Steingrímur.Steingrími var heitt í hamsi þegar hann svaraði Ingu Sæland á Alþingi síðasta þriðjudag.AlþingiMálflutningur Steingríms til marks um að honum sé „skítsama“ um lífskjör öryrkja og fatlaða Þuríður Harpa er harðorð í pistli sínum sem ber yfirskriftina „Mér er algjörlega misboðið“. Þar segir hún Steingrím ekki gera greinarmun á því hvort hér sé efnahagskreppa eða hagsæld, honum þyki það vera nógu gott fyrir öryrkja að hafa krónu á móti krónu skerðingu. „Mér finnst á hans málflutningi honum vera algjörlega skítsama um það hvernig öryrkjar og fatlað fólk dregur fram lífið af smánarlágri framfærslu,“ skrifar Þuríður. Þá gagnrýnir hún ummæli Steingríms þegar hann sagði Ingu ekki virða kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttir, sem hann sagði hafa verið einn merkasta félagsmálaráðherra þjóðarinnar. Henni hafi verið algjörlega misboðið að hlusta á málflutning hans sem hún líkir við frekjukast. „Mér er algjörlega misboðið að horfa á forseta Alþingis fá frekjukast í ræðustól, og hlusta á hann verja gjörðir sinnar stjórnartíðar, mér er algjörlega misboðið að heyra hann væna Ingu Sæland um að virða ekki kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttur.“ÖBÍ ítrekað beðið um að afnema krónu á móti krónu skerðinguna Þuríður segir Öryrkjabandalagið hafa lengi barist fyrir því að afnema fulla skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót og það sé ekki boðlegt að hlusta á hann ýja að því að samtök fatlaðs fólks séu ekki að berjast fyrir sína félagsmenn. „Til margra ára hefur ÖBÍ ítrekað og algjörlega beðið ríkjandi ríkisstjórnir að afnema krónu á móti krónu skerðinguna, þ.e. taka út 100% skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót. Vegna þess að fatlað fólk þarf með henni að kaupa sig inn á atvinnumarkaðinn. Til margra ára höfum við krafist þess, bæði með ályktunum, kröfum, samtölum og beiðnum til stjórnvalda að örorkulífeyrir verði hækkaður þannig að hann sé að minnsta kosti til jafns við lágmarkslaun.“ Þuríður segir skilaboð sitjandi ríkisstjórnar og viðhorf þeirra til öryrkja vera skýr og það hafi sýnt sig þegar atvinnuleysisbætur voru hækkaðar fyrir ári síðan. „Í dag er það bláköld staðreynd að í tíð þessarar ríkisstjórnar eru lágmarkslaun kr. 317.000 - Atvinnuleysisbætur kr. 280.000 - Örorkulífeyrir kr. 248.000 - Allar upphæðir fyrir skatt. Þetta getur ekki verið skýrara, hér hefur fátækasta fólkið á Íslandi verið algjörlega og viljandi skilið eftir,“ skrifar Þuríður og bætir við að þetta sé í boði forsætisráðherra sem hafi líklega fengið atkvæði margra öryrkja í síðustu kosningum með yfirlýsingum sínum um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlæti. „Ja það var þá réttlæti, ég segi nú ekki annað.“ Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. 4. júní 2019 12:25 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir málflutning Steingríms J. Sigfússonar harðlega í pistli sem birtist á vef Öryrkjabandalagsins í gær. Ástæða skrifanna er atvik á Alþingi síðastliðinn þriðjudag þar sem Steingrímur vék úr stóli forseta til þess að svara tilfinningaþrunginni ræðu Ingu Sæland.Sjá einnig: Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Í ræðu sinni sagði Inga velferðarstjórn eftirhrunsáranna hafa sett á krónu á móti krónu skerðingu því henni hefði þótt ástæða til að „seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu“. Þessi orð Ingu fóru illa í Steingrím sem líkt og áður sagði vék úr stóli forseta til þess að veita mótsvar. Hann sagðist ekki oft blanda sér í pólitískar umræður vegna stöðu sinnar en hann gæti ekki setið þegjandi undir „rangfærslum og óhróðri“. „Það er rangt að sú ríkisstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem er rétt er að Jóhanna Sigurðardóttir sem félagsmálaráðherra kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostlega réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag og ég er orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra eru komin þegar nánast enginn talar orðið um þann hóp félagsmannanna sem er lakast settur og ekkert hefur annað en strípaðar greiðslurnar,“ sagði Steingrímur.Steingrími var heitt í hamsi þegar hann svaraði Ingu Sæland á Alþingi síðasta þriðjudag.AlþingiMálflutningur Steingríms til marks um að honum sé „skítsama“ um lífskjör öryrkja og fatlaða Þuríður Harpa er harðorð í pistli sínum sem ber yfirskriftina „Mér er algjörlega misboðið“. Þar segir hún Steingrím ekki gera greinarmun á því hvort hér sé efnahagskreppa eða hagsæld, honum þyki það vera nógu gott fyrir öryrkja að hafa krónu á móti krónu skerðingu. „Mér finnst á hans málflutningi honum vera algjörlega skítsama um það hvernig öryrkjar og fatlað fólk dregur fram lífið af smánarlágri framfærslu,“ skrifar Þuríður. Þá gagnrýnir hún ummæli Steingríms þegar hann sagði Ingu ekki virða kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttir, sem hann sagði hafa verið einn merkasta félagsmálaráðherra þjóðarinnar. Henni hafi verið algjörlega misboðið að hlusta á málflutning hans sem hún líkir við frekjukast. „Mér er algjörlega misboðið að horfa á forseta Alþingis fá frekjukast í ræðustól, og hlusta á hann verja gjörðir sinnar stjórnartíðar, mér er algjörlega misboðið að heyra hann væna Ingu Sæland um að virða ekki kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttur.“ÖBÍ ítrekað beðið um að afnema krónu á móti krónu skerðinguna Þuríður segir Öryrkjabandalagið hafa lengi barist fyrir því að afnema fulla skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót og það sé ekki boðlegt að hlusta á hann ýja að því að samtök fatlaðs fólks séu ekki að berjast fyrir sína félagsmenn. „Til margra ára hefur ÖBÍ ítrekað og algjörlega beðið ríkjandi ríkisstjórnir að afnema krónu á móti krónu skerðinguna, þ.e. taka út 100% skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót. Vegna þess að fatlað fólk þarf með henni að kaupa sig inn á atvinnumarkaðinn. Til margra ára höfum við krafist þess, bæði með ályktunum, kröfum, samtölum og beiðnum til stjórnvalda að örorkulífeyrir verði hækkaður þannig að hann sé að minnsta kosti til jafns við lágmarkslaun.“ Þuríður segir skilaboð sitjandi ríkisstjórnar og viðhorf þeirra til öryrkja vera skýr og það hafi sýnt sig þegar atvinnuleysisbætur voru hækkaðar fyrir ári síðan. „Í dag er það bláköld staðreynd að í tíð þessarar ríkisstjórnar eru lágmarkslaun kr. 317.000 - Atvinnuleysisbætur kr. 280.000 - Örorkulífeyrir kr. 248.000 - Allar upphæðir fyrir skatt. Þetta getur ekki verið skýrara, hér hefur fátækasta fólkið á Íslandi verið algjörlega og viljandi skilið eftir,“ skrifar Þuríður og bætir við að þetta sé í boði forsætisráðherra sem hafi líklega fengið atkvæði margra öryrkja í síðustu kosningum með yfirlýsingum sínum um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlæti. „Ja það var þá réttlæti, ég segi nú ekki annað.“
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. 4. júní 2019 12:25 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. 4. júní 2019 12:25
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?