Þjálfari Albana vill stýra leiknum á morgun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2019 12:55 Reja á blaðamannafundinum í dag ásamt fyrirliða liðsins. vísir/hbg Hinn 73 ára gamli landsliðsþjálfari Albaníu, Edy Reja, var alvörugefinn á blaðamannafundi albanska liðsins í Laugardalnum í hádeginu. Reja er að fara að stýra sínum fyrsta leik með Albaníu en hann var ráðinn á dögunum er Albanir ráku Christian Panucci. Ákvörðun sem kom á óvart. Þeir réðu Reja sem hefur ekki þjálfað síðan 2016. „Ég er að reyna að koma með nýtt leikskipulag þar sem allir taka þátt í sókninni og sóknarleikurinn byrjar í vörninni. Það þarf að vera meiri jákvæðni og trú í okkar leik,“ sagði Reja. „Það hefur vantað sjálfstraust í liðið er það nálgast mark andstæðinganna. Því verður að breyta. Liðið er að fá færi en nýtir þau ekki.“ Reja virðist boða breytingar í leik albanska liðsins sem hann vill sjá færa sig framar á völlinn. „Það er ekki mín fótboltaheimspeki að verjast. Ég vil spila til sigurs. Við vitum að Íslendingarnir eru sterkir í loftinu sem og í föstum leikatriðum. Þeir eru líka með veika punkta sem við verðum að nýta okkur,“ segir Reja en hann ætlar ekki að bíða og horfa á íslenska liðið á morgun. „Ég óttast mest liðsheildina hjá íslenska liðinu og þekki Gylfa Sigurðsson vel sem er sterkur og teknískur. Ég vil ekki bíða í þessum leik. Ég vil að við höldum boltanum og sækjum. Séum það lið sem er meira með boltann.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Hinn 73 ára gamli landsliðsþjálfari Albaníu, Edy Reja, var alvörugefinn á blaðamannafundi albanska liðsins í Laugardalnum í hádeginu. Reja er að fara að stýra sínum fyrsta leik með Albaníu en hann var ráðinn á dögunum er Albanir ráku Christian Panucci. Ákvörðun sem kom á óvart. Þeir réðu Reja sem hefur ekki þjálfað síðan 2016. „Ég er að reyna að koma með nýtt leikskipulag þar sem allir taka þátt í sókninni og sóknarleikurinn byrjar í vörninni. Það þarf að vera meiri jákvæðni og trú í okkar leik,“ sagði Reja. „Það hefur vantað sjálfstraust í liðið er það nálgast mark andstæðinganna. Því verður að breyta. Liðið er að fá færi en nýtir þau ekki.“ Reja virðist boða breytingar í leik albanska liðsins sem hann vill sjá færa sig framar á völlinn. „Það er ekki mín fótboltaheimspeki að verjast. Ég vil spila til sigurs. Við vitum að Íslendingarnir eru sterkir í loftinu sem og í föstum leikatriðum. Þeir eru líka með veika punkta sem við verðum að nýta okkur,“ segir Reja en hann ætlar ekki að bíða og horfa á íslenska liðið á morgun. „Ég óttast mest liðsheildina hjá íslenska liðinu og þekki Gylfa Sigurðsson vel sem er sterkur og teknískur. Ég vil ekki bíða í þessum leik. Ég vil að við höldum boltanum og sækjum. Séum það lið sem er meira með boltann.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira