Gengið á Úlfarsfell til styrktar nepölskum stúlkum: „Hvetjum fólk til að sigrast á sínu eigin Everest“ Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2019 08:30 Leiðin upp á topp Úlfarsfells verður mörkuð nepölskum bænaflöggum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld. Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
„Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld.
Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47
Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15