Gengið á Úlfarsfell til styrktar nepölskum stúlkum: „Hvetjum fólk til að sigrast á sínu eigin Everest“ Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2019 08:30 Leiðin upp á topp Úlfarsfells verður mörkuð nepölskum bænaflöggum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld. Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld.
Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47
Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15