Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Birgir Olgeirsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2019 23:34 Matthías Sveinbjörnsson viðurkenndi að hafa fundið fyrir lofthræðslu í körfunni en sagði útsýnið úr loftbelgnum yfir Reykjavík hafa verið ólýsanlegt. Reykjavík Airshow Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41