Kyrrðarjóga gegn kulnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2019 13:30 Svæfingar-og gjörgæsluhjúkrunarfræðingum á Landspítala hefur boðist að taka þátt í kyrrðarjóga í vetur og hefur það mælst afar vel fyrir, Fréttablaðið/Vilhelm Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess. Þrjúhundruð svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar alls staðar að úr heiminum sækja nú ráðstefnu í Hörpu þar sem yfirskriftin er hlúðu að sjálfum þér meðan þú hjúkrar öðrum eða Caring for yourself while caring for others. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi sem í forsvari fyrir ráðstefnuna segir að þetta sé stétt sem sé mjög útsett fyrir streitu í starfi. „Við vinnum erfiðu aðstæðum þar sem við erum með líf fólks í höndunum alla daga og stundum gengur vel og stundum illa. Hjá okkur er oft fólk sem er að upplifa sína verstu aðstæður í lífinu og við erum þarna alla daga að taka þátt í þessu með þeim og aðstandendum þeirra. Og til að geta verið til staðar fyrir fólkið okkar þurfum við að hlúa að okkur og því ákváðum við að hafa þessa yfirskrift á ráðstefnunni,“ segir Sigríður. Sigríður segir að eitt af því sem hafi komið afar vel út til að fást við streitu í starfinu sé jóga og hugleiðsla. „Við erum hér að ræða svolítið um kulnun en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti t.d. kulnun sem sjúkdómsgreiningu í vikunni. Það sem við höfum verið að gera á Landspítalanumer að hjálpa fólki að komast hjá því að lenda í kulnun. við höfum t.d. boðið starfsfólki að taka þátt í svokölluðu kyrrðarjóg og hugleiðslu. Það hefur komið afar vel út og hjálpað okkur mjög mikið en við fáum það einu sinni í viku og stundum það þá í 30 mínútur,“ segir hún. Sigríður leggur áherslu á að kyrrðarjóga hafi reynst svo áhrifarík leið gegn streitu að þetta verði sérstaklega kynnt á ráðstefnunni. „Við erum að vonast til að kveikja svolítið í öllum útlendingunum sem eru hérna með okkur með því að bjóða þeim uppá að taka þátt í kyrrðarjóga og finna sjálft hversu áhrifaríkt það er, segir Sigríður að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess. Þrjúhundruð svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar alls staðar að úr heiminum sækja nú ráðstefnu í Hörpu þar sem yfirskriftin er hlúðu að sjálfum þér meðan þú hjúkrar öðrum eða Caring for yourself while caring for others. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi sem í forsvari fyrir ráðstefnuna segir að þetta sé stétt sem sé mjög útsett fyrir streitu í starfi. „Við vinnum erfiðu aðstæðum þar sem við erum með líf fólks í höndunum alla daga og stundum gengur vel og stundum illa. Hjá okkur er oft fólk sem er að upplifa sína verstu aðstæður í lífinu og við erum þarna alla daga að taka þátt í þessu með þeim og aðstandendum þeirra. Og til að geta verið til staðar fyrir fólkið okkar þurfum við að hlúa að okkur og því ákváðum við að hafa þessa yfirskrift á ráðstefnunni,“ segir Sigríður. Sigríður segir að eitt af því sem hafi komið afar vel út til að fást við streitu í starfinu sé jóga og hugleiðsla. „Við erum hér að ræða svolítið um kulnun en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti t.d. kulnun sem sjúkdómsgreiningu í vikunni. Það sem við höfum verið að gera á Landspítalanumer að hjálpa fólki að komast hjá því að lenda í kulnun. við höfum t.d. boðið starfsfólki að taka þátt í svokölluðu kyrrðarjóg og hugleiðslu. Það hefur komið afar vel út og hjálpað okkur mjög mikið en við fáum það einu sinni í viku og stundum það þá í 30 mínútur,“ segir hún. Sigríður leggur áherslu á að kyrrðarjóga hafi reynst svo áhrifarík leið gegn streitu að þetta verði sérstaklega kynnt á ráðstefnunni. „Við erum að vonast til að kveikja svolítið í öllum útlendingunum sem eru hérna með okkur með því að bjóða þeim uppá að taka þátt í kyrrðarjóga og finna sjálft hversu áhrifaríkt það er, segir Sigríður að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira